Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fös 19. júlí 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Félög spurst fyrir um Sveindísi - „Ég veit ekki neitt um það"
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég fer bara beint til Wolfsburg og við byrjum að æfa," sagði landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir við Fótbolta.net eftir 0-1 sigurinn gegn Póllandi í vikunni.

Það styttist í að þýska úrvalsdeildin fari aftur af stað en Wolfsburg stefnir á að endurheimta titilinn frá erkifjendum sínum í Bayern München.

„Deildin er að byrja í lok ágúst og við eigum líka leik á móti Bayern í Ofurbikarnum. Við erum að fara að æfa fyrir það," sagði Sveindís.

Sveindís á bara eitt ár eftir af samningi sínum við Wolfsburg og það hafa verið sögur þess efnis að önnur félög séu að reyna að fá hana. Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, sagði frá því fyrir um mánuði síðan að félög hefðu spurst fyrir um hana en Wolfsburg hefði neitað öllum fyrirspurnum í Sveindísi.

„Ég veit ekki neitt um það," sagði Sveindís og hló er hún var spurð út í áhugann á sér.

„Ég tek allavega þetta tímabil með Wolfsburg. Það er það eina sem ég veit núna. Ég er bara spennt fyrir því."


Sveindís fór yfir sigurmarkið: Svo kemur ein fljúgandi á móti mér
Athugasemdir