Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fös 19. júlí 2024 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Heillaðist strax af Birmingham og vegferðinni sem þeir eru að leggja í"
Mynd: Birmingham City
Willum Þór Willumsson var rétt áðan tilkynntur sem nýr leikmaður enska félagsins Birmingham.

Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið sem keypti hann af Go Ahead Eagles í Hollandi.

Hann var skotmark fleiri félaga í sumar. Fótbolti.net ræddi stuttlega við Willum í dag og útskýrði hann hvers vegna Birmingham varð fyrir valinu.

„Það var talsverður áhugi," sagði Willum hógvær.

„Bæði frá hollenskum liðum og enskum, m. a. liðum í Championship. Ég heillaðist hins vegar strax af Birmingham og þeirri vegferð sem þeir eru að leggja í. Þeir ætla að styrkja liðið og stefna hátt. Þeir voru búnir að skoða mig vel og ætla mér stórt hlutverk í liðinu sem er alltaf gott. Öll aðstaða er síðan fyrsta flokks og ég er mjög ánægður að vera kominn hingað," sagði Willum við Fótbolta.net.

Birmingham féll niður í C-deildina í vor en markmiðið er að fara beint aftur upp í Championship.

Willum er 25 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem uppalinn er hjá Breiðabliki og hefur verið í atvinnumennsku síðan 2019. Hann fór fyrst til BATE Borisov en var svo keyptur til Hollands sumarið 2022.

Willum á að baki níu landsleiki, spilaði sinn fyrsta keppnisleik í fyrra og var í nokkuð stóru hlutverki í síðustu undankeppni. Hann er samningsbundinn Go Ahead fram á sumarið 2026.
Athugasemdir
banner
banner
banner