Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 16:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Hugurinn leitar til Englands eða Ítalíu - „Ótrúlega gaman að vera á þeim lista"
'Ég hefði kannski viljað leggja meira upp í vetur og maður vill alltaf skora meira.'
'Ég hefði kannski viljað leggja meira upp í vetur og maður vill alltaf skora meira.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum hefur verið í stóru hlutverki hjá Åge Hareide.
Willum hefur verið í stóru hlutverki hjá Åge Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég er mjög sáttur við tímabilið í heild sinni'
'Ég er mjög sáttur við tímabilið í heild sinni'
Mynd: EPA
'Ég sé bara hvað kemur, ég verð sáttur sama hvernig fer'
'Ég sé bara hvað kemur, ég verð sáttur sama hvernig fer'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson var tilnefndur sem besti leikmaðurinn í hollensku Eredivisie fyrr í þessum mánuði. Hann skoraði sjö mörk og lagði upp þrjú mörk í deild og bikar á tímabilinu. Go Ahead endaði í 9. sæti deildarinnar en náði að vinna umspilið um sæti í Sambandsdeildinni.

Willum, sem er 25 ára miðjumaður, ræddi við Fóbolta.net um tímabilið og hvort hann sé á förum frá Go Ahead Eagles í sumar.

Spilaði betur fyrir jól
„Fyrri parturinn af tímabilinu var mjög góður, ég var að spila rosalega vel fyrir jól og það gekk mjög vel. Eftir jól þá gaf liðið aðeins eftir. Ég spilaði alveg vel, en ekki kannski jafn vel og fyrir jól. Ég er mjög sáttur við tímabilið í heild sinni, fyrri parturinn mjög góður og seinni parturinn fínn," sagði Willum.

„Ég hefði kannski viljað leggja meira upp í vetur og maður vill alltaf skora meira. Ég var helvíti fljótur að ná í fimm mörkin, en eftir áramót hægðist aðeins á markaskoruninni. Ég hefði viljað gera betur í því, en frammistöðulega séð fínt tímabil."
   30.05.2024 14:12
Líkur á að Willum verði ekki með landsliðinu

Kom ekkert við sögu í úrslitaleiknum gegn Úkraínu
Smá landsliðspæling, varðandi leik Íslands og Úkraínu í mars. Willum hefur verið í nokkuð stóru hlutverki frá því að Age Hareide tók við sem landsliðsþjálfari.

Kom það þér á óvart að þú spilaðir ekkert á móti Úkraínu?

„Ég bjóst alveg við því að þjálfararnir myndu breyta aðeins eftir Ísraelsleikinn. Ég bjóst alveg við því að koma inn á, en það var bara eins og það var. Leikurinn var mjög jafn, kannski erfitt að skipta. Þetta kom mér ekkert alltof mikið á óvart, en auðvitað vill maður alltaf spila."

Hvernig metur þú þína frammistöðu gegn Ísrael?

„Yfir höfuð spiluðum við frekar illa fyrstu 20-25 mínúturnar. Það var smá stress. Síðan vorum við betri undir lok fyrri hálfleiks. Frammistaðan hjá mér var ekkert spes, var lítið í boltanum, heilt yfir lélegur hálfleikur hjá okkur, fyrir utan síðustu 10 mínúturnar kannski."

Eiginlega bara leikmenn frá stærstu félögunum
Hvernig var að vera tilnefndur sem leikmaður ársins?

„Það var mjög skemmtilegt, alltaf gaman þegar maður fær eitthvað svona auka. Það eru líka eiginlega bara leikmenn þarna í stærstu klúbbunum í Hollandi. Það er ótrúlega gaman að vera á þeim lista."

Vill taka skref upp á við
Hvernig horfir Willum á framhaldið? Telur þú líklegt að þú verðir leikmaður Go Ahead á næsta ári?

„Ég myndi segja að þetta væri algjörlega 50-50. Ég vil auðvitað taka skref upp á við, fara í eitthvað stærra lið. En ég er ekkert að flýta mér burt, sé bara hvað kemur og hvort að menn hjá Go Ahead verði eitthvað erfiðir. Ég sé bara hvað kemur, ég verð sáttur sama hvernig fer."

Ertu með einhvern draum varðandi næsta skref?

„Ég er kannski ekki með neinn einn draum, en Ítalía og England hafa alltaf einhvern veginn heillað. Ef maður gæti valið þá væri það kannski annað af þessum löndum," sagði Willum að lokum.
Athugasemdir
banner
banner