David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
banner
   mið 19. september 2018 18:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Skýrt í dómnum að leikinn skuli spila á Seyðisfjarðarvelli"
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Seyðisfjarðarvelli.
Frá Seyðisfjarðarvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Úr leik hjá Hugin.
Úr leik hjá Hugin.
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonar
Endurtekinn leikur Hugins og Völsungs í 2. deild karla átti að fara fram í dag og var hann settur á Seyðisfjarðarvöll klukkan 16:30. Leikurinn fór hins vegar ekki fram.

Liðin mættust fyrst í ágúst og þá hafði Huginn betur 2-1 en afrýjunardómstóll KSÍ ógildi viðureign liðanna vegna dómaramistaka sem áttu sér stað í leiknum og vegna skýrslugerðar dómara efti leikinn.

Völsungur kærði framkvæmd leiksins þar sem félagið taldi að skýrslan hafi verið fölsuð.

Huginsmenn lýstu yfir óánægju sinni með dóminn þegar hann var kveðinn upp.

Sjá einnig:
Yfirlýsing Hugins - Hafnar niðurstöðu áfrýjunardómstóls

Í dómsuppkvaðningu kemur fram að leikurinn eigi að fara fram á Seyðisfjarðarvelli en hann var fyrr í dag færður á Egilsstaði, á Fellavöll. Þangað mætti lið Völsungs rétt upp úr klukkan 15 en Huginsmenn mættu ekki. Leikmenn Hugins mættu þess í stað á Seyðisfjarðarvöll.

Í frétt Vísis er haft eftir Örnu Magnúsdóttir, varaformanni knattspyrnudeildar Hugins, þar sem hún sagði: „Áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðaði að leikinn skildi endurtaka á Seyðisfjarðarvelli og þar erum við."

Vísir heyrði líka í Birkir Sveinssyni, mótastjóra KSÍ, en hann sagði KSÍ hafa fengið símtal frá Hugin í hádeginu þar sem þau skilaboð komu fram að Seyðisfjarðarvöllur væri óleikhæfur. Því tók KSÍ þá ákvörðun að færa völlinn yfir á Seyðisfjörð.

„Tekið skýrt fram í dómnum"
Fótbolti.net náði tali af Sveini Ágústi Þórssyni, formanni knattspyrnudeildar Hugins, rétt fyrir klukkan 18. Hann vísaði þar í dómsorð KSÍ. „Leikur Hugins Seyðisfirði og Völsungs Húsavík í 2. deild sem leikin var 17. ágúst 2018 á Seyðisfjarðarvelli
er ógildur og skal endurtaka hann á Seyðisfjarðarvelli."


„Við báðum ekki um það að leikurinn yrði færður. Við tökum ekki ákvörðun um að völlurinn sé óleikhæfur, við töldum hann óleikhæfan," sagði Sveinn við Fótbolta.net.

„KSÍ tekur ákvörðun hvort vellirnir séu óleikhæfir, það er ekki okkar hlutverk að dæma um það. Við mæltum með því að leiknum yrði frestað því það er bara einn völlur tekinn fram í dómnum og það er Seyðisfjarðarvöllur."

„Það er tekið skýrt fram í dómnum að leikurinn skuli leikinn á Seyðisfjarðarvelli. Það kemur hvergi fram að leikurinn eigi að vera leikinn á einhverjum varavelli ef aðstæður eru slæmar."

Sveinn segir að það hafi aldrei komið til greina að fara yfir á Egilsstaði eftir KSÍ færði leikinn þangað.

„Við litum á það sem svo að fyrst þeir frestuðu ekki leiknum að þá myndum við mæta til leiks á þann völl sem var nefndur í dómnum."

Huginsmenn eru fyrst og fremst ósáttur með þá ákvörðun að láta endurtaka þennan leik.

„Það væri sanngjarnast, út frá því að leikskýrslan hafi verið fölsuð, að refsa dómaranum, við komum ekki nálægt því. KSÍ ætti að refsa dómaranum og endurskoða hans stöðu innan KSÍ í staðinn fyrir að vera með okkur í einhverju svona kjaftæði. Við erum bara lítið peð í þessum leik."

Aðspurður segir Sveinn að Huginn hefði verið með tilbúið lið í þennan leik.
Athugasemdir
banner
banner