Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   lau 19. september 2020 20:52
Ívan Guðjón Baldursson
England: Arsenal stal sigrinum gegn West Ham
Arsenal 2 - 1 West Ham
1-0 Alexandre Lacazette ('25)
1-1 Michail Antonio ('45)
2-1 Eddie Nketiah ('85)

Arsenal tók á móti West Ham í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Alexandre Lacazette kom heimamönnum yfir með skalla eftir fyrirgjöf frá Pierre-Emerick Aubameyang en Michail Antonio náði að jafna fyrir gestina rétt fyrir leikhlé.

Hamrarnir voru betri í síðari hálfleik en náðu ekki að koma knettinum í netið. Það stefndi allt í jafntefli eða óvæntan sigur Hamranna þar til varamanninum Eddie Nketiah tókst að gera þægilegt sigurmark eftir sendingu frá Dani Ceballos. Nketiah og Ceballos tóku aðeins í hvorn annan í síðasta leik Arsenal en þeir eru búnir að sættast.

Vængbakvörðurinn fjölhæfi Bukayo Saka átti sendingarnar innfyrir í báðum mörkum Arsenal.

Hamrarnir reyndu að jafna en þær tilraunir skiluðu ekki árangri og mikilvæg stig komin í hús fyrir Arsenal, sem er með sex stig eftir tvær umferðir.

West Ham er án stiga eftir arfaslakt tap gegn Newcastle í fyrstu umferð.

Þetta var fimmti sigur Arsenal gegn West Ham í síðustu sex innbyrðisviðureignum liðanna.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner