Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
   sun 19. september 2021 18:47
Matthías Freyr Matthíasson
Óskar H: Einhverju öðru liði ætlað að lyfta þessum titli, það er ljóst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Já ég held að það sé óhætt að segja það að þetta hafi verið sárt tap í Kaplakrika. Mér fannst við gera allavegana nóg til að ná stigi, þannig að já sárt tap sagði svekktur Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir tap gegn FH í dag.

Sú niðurstaða og að Víkingar unnu KR þýðir að Blikar eru ekki lengur í bílstjórasætinu í Pepsí Max deildinni þegar ein umferð er eftir.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Breiðablik

Auðvitað bar fyrri hálfleikurinn merki að það var mikið undir. Menn eru búnir að vera að spila lengi og og marga úrslitaleiki og marga leiki sem eru þýðingamiklir. Menn eru mannlegir og stundum ertu ekki besta útgáfan af sjálfum þér.

Við fundum ekki alveg taktinn í fyrri hálfleik og það kannski kostaði okkur en mér fannst við samt gera nægilega mikið, mér fannst við vera fínir í seinni hálfleik og gera nægilega mikið til að jafna þennan leik en stundum er þetta bara svona.

Allt handritið sem var skrifað í dag ber þess merki að einhverju öðru liði en okkur er ætlað að lyfta þessum titli, það er ljóst.

Nei ég er ekki að gefa Víkingum titilinn en vel gert hjá þeim. Þeir fara í Vesturbæinn á erfiðan útivöll og vinna, verja víti á síðustu mínútunni og bara vel gert hjá þeim og það þarf mikinn styrk í það. Það er ljóst að þeir eru í bílsstjórasætinu núna. Eina sem liggur fyrir hjá okkur er að klára þetta mót af sama krafti og hefur einkennt liðið í sumar


Nánar er rætt við Óskar Hrafn í sjónvarpinu hér að ofan. Meðal annars um leikinn við HK um næstu helgi og stuðningsmenn Blika.


Athugasemdir