Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   sun 19. september 2021 18:47
Matthías Freyr Matthíasson
Óskar H: Einhverju öðru liði ætlað að lyfta þessum titli, það er ljóst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Já ég held að það sé óhætt að segja það að þetta hafi verið sárt tap í Kaplakrika. Mér fannst við gera allavegana nóg til að ná stigi, þannig að já sárt tap sagði svekktur Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir tap gegn FH í dag.

Sú niðurstaða og að Víkingar unnu KR þýðir að Blikar eru ekki lengur í bílstjórasætinu í Pepsí Max deildinni þegar ein umferð er eftir.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Breiðablik

Auðvitað bar fyrri hálfleikurinn merki að það var mikið undir. Menn eru búnir að vera að spila lengi og og marga úrslitaleiki og marga leiki sem eru þýðingamiklir. Menn eru mannlegir og stundum ertu ekki besta útgáfan af sjálfum þér.

Við fundum ekki alveg taktinn í fyrri hálfleik og það kannski kostaði okkur en mér fannst við samt gera nægilega mikið, mér fannst við vera fínir í seinni hálfleik og gera nægilega mikið til að jafna þennan leik en stundum er þetta bara svona.

Allt handritið sem var skrifað í dag ber þess merki að einhverju öðru liði en okkur er ætlað að lyfta þessum titli, það er ljóst.

Nei ég er ekki að gefa Víkingum titilinn en vel gert hjá þeim. Þeir fara í Vesturbæinn á erfiðan útivöll og vinna, verja víti á síðustu mínútunni og bara vel gert hjá þeim og það þarf mikinn styrk í það. Það er ljóst að þeir eru í bílsstjórasætinu núna. Eina sem liggur fyrir hjá okkur er að klára þetta mót af sama krafti og hefur einkennt liðið í sumar


Nánar er rætt við Óskar Hrafn í sjónvarpinu hér að ofan. Meðal annars um leikinn við HK um næstu helgi og stuðningsmenn Blika.


Athugasemdir
banner
banner