Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   sun 19. september 2021 18:47
Matthías Freyr Matthíasson
Óskar H: Einhverju öðru liði ætlað að lyfta þessum titli, það er ljóst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Já ég held að það sé óhætt að segja það að þetta hafi verið sárt tap í Kaplakrika. Mér fannst við gera allavegana nóg til að ná stigi, þannig að já sárt tap sagði svekktur Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir tap gegn FH í dag.

Sú niðurstaða og að Víkingar unnu KR þýðir að Blikar eru ekki lengur í bílstjórasætinu í Pepsí Max deildinni þegar ein umferð er eftir.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Breiðablik

Auðvitað bar fyrri hálfleikurinn merki að það var mikið undir. Menn eru búnir að vera að spila lengi og og marga úrslitaleiki og marga leiki sem eru þýðingamiklir. Menn eru mannlegir og stundum ertu ekki besta útgáfan af sjálfum þér.

Við fundum ekki alveg taktinn í fyrri hálfleik og það kannski kostaði okkur en mér fannst við samt gera nægilega mikið, mér fannst við vera fínir í seinni hálfleik og gera nægilega mikið til að jafna þennan leik en stundum er þetta bara svona.

Allt handritið sem var skrifað í dag ber þess merki að einhverju öðru liði en okkur er ætlað að lyfta þessum titli, það er ljóst.

Nei ég er ekki að gefa Víkingum titilinn en vel gert hjá þeim. Þeir fara í Vesturbæinn á erfiðan útivöll og vinna, verja víti á síðustu mínútunni og bara vel gert hjá þeim og það þarf mikinn styrk í það. Það er ljóst að þeir eru í bílsstjórasætinu núna. Eina sem liggur fyrir hjá okkur er að klára þetta mót af sama krafti og hefur einkennt liðið í sumar


Nánar er rætt við Óskar Hrafn í sjónvarpinu hér að ofan. Meðal annars um leikinn við HK um næstu helgi og stuðningsmenn Blika.


Athugasemdir
banner
banner
banner