Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
banner
   sun 19. september 2021 18:47
Matthías Freyr Matthíasson
Óskar H: Einhverju öðru liði ætlað að lyfta þessum titli, það er ljóst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Já ég held að það sé óhætt að segja það að þetta hafi verið sárt tap í Kaplakrika. Mér fannst við gera allavegana nóg til að ná stigi, þannig að já sárt tap sagði svekktur Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir tap gegn FH í dag.

Sú niðurstaða og að Víkingar unnu KR þýðir að Blikar eru ekki lengur í bílstjórasætinu í Pepsí Max deildinni þegar ein umferð er eftir.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Breiðablik

Auðvitað bar fyrri hálfleikurinn merki að það var mikið undir. Menn eru búnir að vera að spila lengi og og marga úrslitaleiki og marga leiki sem eru þýðingamiklir. Menn eru mannlegir og stundum ertu ekki besta útgáfan af sjálfum þér.

Við fundum ekki alveg taktinn í fyrri hálfleik og það kannski kostaði okkur en mér fannst við samt gera nægilega mikið, mér fannst við vera fínir í seinni hálfleik og gera nægilega mikið til að jafna þennan leik en stundum er þetta bara svona.

Allt handritið sem var skrifað í dag ber þess merki að einhverju öðru liði en okkur er ætlað að lyfta þessum titli, það er ljóst.

Nei ég er ekki að gefa Víkingum titilinn en vel gert hjá þeim. Þeir fara í Vesturbæinn á erfiðan útivöll og vinna, verja víti á síðustu mínútunni og bara vel gert hjá þeim og það þarf mikinn styrk í það. Það er ljóst að þeir eru í bílsstjórasætinu núna. Eina sem liggur fyrir hjá okkur er að klára þetta mót af sama krafti og hefur einkennt liðið í sumar


Nánar er rætt við Óskar Hrafn í sjónvarpinu hér að ofan. Meðal annars um leikinn við HK um næstu helgi og stuðningsmenn Blika.


Athugasemdir
banner