Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Donni: Leikplanið gekk upp
„Áttum alveg að mínu mati eitthvað meira skilið"
Jóhann Kristinn: Verð að líta í eigin barm
„Svæfði okkur einhvern veginn"
Pétur Rögnvalds: Stelpurnar voru með mikla yfirburði í fyrri hálfleik
Nik: Stelpurnar voru ferskar og í góðu formi
Gunni Einars: Ekki sýnt í seinustu tveim leikjum að við eigum erindi að fara upp
Agla María: Held að margir leikmenn hafi verið orðnir þreyttir
Óli Kri: Vantaði að koma þessu öðru marki inn til að skapa smá spennu
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
   sun 19. september 2021 18:47
Matthías Freyr Matthíasson
Óskar H: Einhverju öðru liði ætlað að lyfta þessum titli, það er ljóst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Já ég held að það sé óhætt að segja það að þetta hafi verið sárt tap í Kaplakrika. Mér fannst við gera allavegana nóg til að ná stigi, þannig að já sárt tap sagði svekktur Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir tap gegn FH í dag.

Sú niðurstaða og að Víkingar unnu KR þýðir að Blikar eru ekki lengur í bílstjórasætinu í Pepsí Max deildinni þegar ein umferð er eftir.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Breiðablik

Auðvitað bar fyrri hálfleikurinn merki að það var mikið undir. Menn eru búnir að vera að spila lengi og og marga úrslitaleiki og marga leiki sem eru þýðingamiklir. Menn eru mannlegir og stundum ertu ekki besta útgáfan af sjálfum þér.

Við fundum ekki alveg taktinn í fyrri hálfleik og það kannski kostaði okkur en mér fannst við samt gera nægilega mikið, mér fannst við vera fínir í seinni hálfleik og gera nægilega mikið til að jafna þennan leik en stundum er þetta bara svona.

Allt handritið sem var skrifað í dag ber þess merki að einhverju öðru liði en okkur er ætlað að lyfta þessum titli, það er ljóst.

Nei ég er ekki að gefa Víkingum titilinn en vel gert hjá þeim. Þeir fara í Vesturbæinn á erfiðan útivöll og vinna, verja víti á síðustu mínútunni og bara vel gert hjá þeim og það þarf mikinn styrk í það. Það er ljóst að þeir eru í bílsstjórasætinu núna. Eina sem liggur fyrir hjá okkur er að klára þetta mót af sama krafti og hefur einkennt liðið í sumar


Nánar er rætt við Óskar Hrafn í sjónvarpinu hér að ofan. Meðal annars um leikinn við HK um næstu helgi og stuðningsmenn Blika.


Athugasemdir
banner
banner