Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 19. september 2022 10:53
Elvar Geir Magnússon
Varð fyrir grófum rasisma í Madrídarslagnum - 'Vinicius er api' var hrópað
Áhorfandi með rasíska dúkku á leiknum í gær.
Áhorfandi með rasíska dúkku á leiknum í gær.
Mynd: Twitter
Vinicius Junior tók dansspor í gær.
Vinicius Junior tók dansspor í gær.
Mynd: Getty Images
Nokkuð stór hópur stuðningsmanna Atletico Madrid varð sér til skammar í Madrídarslagnum í gær, þegar Real Madrid vann 2-1 útisigur gegn Atletico Madrid.

Kynþáttaníði var beint að Vinicius Junior og heyrðist greinilega þegar hópur áhorfenda hrópaði 'Vinicius er api' og þá er mynd í dreifingu þar sem einstaklingur er með rasíska dúkku.

Pedro Bravo, forseti samtaka umboðsmanna á Spáni, fór langt yfir strikið í gagnrýni sinni á Vinicius í sjónvarpsþætti á dögunum. Hann sagði honum að hætta að haga sér eins og api þegar hann fagnar með dansi.

„Ég varð fórnarlamb útlendingahaturs og rasisma, það byrjaði ekki í gær, það eru margar vikur síðan þeir byrjuðu á þvi að gagnrýna dansinn," skrifaði Vinicius Jr á Instagram í kjölfarið.

Spænska deildin, La Liga, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hegðun stuðningsmanna Atletico Madrid er fordæmd. Málið sé í rannsókn með yfirvöldum.

Gagnrýnin og rasisminn hindruðu Vinicius og brasilískan liðsfélaga hans Rodrygo ekki í því að dansa eftir að sá síðarnefndi skoraði fyrra mark Real Madrid í gær.


Athugasemdir
banner