Lamine Yamal, leikmaður Barcelona á Spáni, er annar yngsti leikmaðurinn til að spila í Meistaradeild Evrópu.
Yamal er aðeins 16 ára gamall og hefur tekið La Liga með stormi en hann er sá yngsti til að spila deildarleik í sögu Börsunga.
Kantmaðurinn er þegar farinn að byrja leik undir stjórn Xavi og er talinn eitt mesta efni Evrópu.
Spánverijnn varð þá yngsti leikmaður í sögu spænska landsliðsins á dögunum er hann spilaði í sigri liðsins á Georgíu og sló þar með met liðsfélaga síns, Gavi.
Yamal kom inn á í 5-0 sigri Barcelona á Antwerp í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar í kvöld og varð þar með næst yngsti leikmaðurinn til að spila í keppninni, en aðeins Youssoufa Moukoko, framherji Borussia Dortmund, var yngri er hann lék sinn fyrsta leik.
Yamal er 16 ára og 68 daga gamall en Moukoko var 16 ára og 18 daga gamall er hann kom inn á í leik Dortmund gegn Zenit fyrir þremur árum.
16 - At 16 years and 68 days, @FCBarcelona's Lamine Yamal has become the second youngest player to make his debut in the @ChampionsLeague after Youssoufa Moukoko with Borussia Dortmund (16 years and 18 days).
— OptaJose (@OptaJose) September 19, 2023
Jewel. pic.twitter.com/pd9qULoojx
Athugasemdir