Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
banner
   þri 19. september 2023 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Þetta verður að vera ábyrgð þeirra sem spila fremst
Pep Guardiola og Bernardo Silva, sem fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks
Pep Guardiola og Bernardo Silva, sem fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks
Mynd: Getty Images
Julian Alvarez byrjar vel með Man City
Julian Alvarez byrjar vel með Man City
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ánægður með 3-1 sigurinn á Rauðu stjörnunni í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Man City átti 22 skot í fyrri hálfleiknum en tókst samt ekki að koma boltanum framhjá Omri Glazer, markverði gestanna.

Rauða stjarnan náði óvænt forystu en í þeim síðari kom Man City til baka og vann leikinn 3-1.

„Ég hef ekki tölu á því hve mörgum færum við höfum klúðrað í síðustu tveimur leikjum. Við spiluðum vel en gátum bara ekki skorað mörk. Við vorum staðfastir og á endanum unnum við leikinn.“

„Það að eiga 22 skot á markið þýðir að þú sért að spila vel. Þetta verður að vera á ábyrgð þeirra sem spila fremst, sem verða að skora mörkin. Ef við hefðum skorað tvö mörk snemma leiks þá hefði þetta verið allt öðruvísi.“

„Við spiluðum eins og gegn West Ham, sem var frábær leikur, en við klúðruðum færum, en náðum samt að skapa fullt af þeim og við munum vinna leikina,“
sagði Guardiola, en hvað sagði hann við leikmennina í hálfleik?

„Það er ekki hægt að segja að við séum að spila illa. Gleymið stöðunni, því við getum komið til baka og náð í úrslit. Ég sagði þeim að halda ró og á endanum tókst ætlunarverk okkar.“

Julian Alvarez skoraði tvö mörk fyrir Man City í kvöld, síðara með smá hjálp frá markverði Rauðu stjörnunnar. Hann er með 4 mörk og 4 stoðsendingar í átta leikjum í öllum keppnum á tímabilinu, en hann virðist kominn með fast hlutverk hjá Guardiola.

„Hann á það skilið. Hann leggur hart að sér í hverjum einasta leik, skorar mörk, með stoðsendingar og á þetta fyllilegaega skilið,“

Bernardo Silva, lykilmaður Man City, meiddist undir lok fyrri hálfleiks og þurfti að fara af velli, en Guardiola veit ekki stöðuna á honum.

„Ég veit ekki hvað er að honum. Ég talaði ekki við lækninn, en vonandi er þetta ekki slæmt,“ sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner