Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   þri 19. september 2023 14:50
Elvar Geir Magnússon
Spáir því að sigurvegari einvígis Fjölnis og Vestra fari upp
Lengjudeildin
watermark Viktor fagnar marki með ÍA.
Viktor fagnar marki með ÍA.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark Úr leik Fjölnis og Vestra í sumar.
Úr leik Fjölnis og Vestra í sumar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Úrslitakeppni Lengjudeildarinnar fer af stað á morgun en í undanúrslitum er leikið heima og að heiman. Sigurvegararnir í viðureignunum mætast svo í úrslitaleik á Laugardalsvelli laugardaginn 30. september, í 50 milljóna króna leiknum þar sem í húfi er sæti í Bestu deildinni.

Þetta er nýtt fyrirkomulag en aðeins eitt lið fer beint upp í Bestu deildina og það var ÍA sem tryggði sér toppsætið. Liðin sem enduðu í 2.-5. sæti fara í þetta umspil.

Fyrri undanúrslitaleikirnir verða spilaðir á morgun en þeir hefjast báðir klukkan 16:30. Leiknir mætir Aftureldingu í Breiðholtinu og Vestri tekur á móti Fjölni á Ísafirði.

„Sem betur fer sluppum við frá þessari úrslitakeppni. Ég held að þetta sé viðbjóður fyrir liðið sem endar í öðru sæti. Þetta eru bara þrír úrslitaleikir þar sem allt getur gerst, sama hvernig þú stóðst þig yfir tímabilið. Maður hefur ekki hugmynd um hvernig þetta mun fara," segir Viktor Jónsson, sóknarmaður ÍA, sem var gestur í Innkastinu.

Hvaða liði spáir Viktor upp í gegnum þessa úrslitakeppni?

„Ég held að þetta verði Fjölnir eða Vestri. Þessi lið eru að koma í þvílíkri siglingu inn í úrslitakeppnina. Vestramenn hafa verið geggjaðir seinni hluta tímabilsins, eru eina liðið sem við unnum ekki í sumar og eru bara ógeðslega erfiðir. Fjölnir er líka að koma á siglingu. Ég er á því að annað hvort þessara liða muni fara upp."

Sjálfur segist Viktor ekki mjög hrifinn af þessu nýja fyrirkomulagi og telur best að spila þetta eins og það var gert, og tvö efstu liðin fari beint upp.

„Ég er bara hlynntur gamla fyrirkomulaginu, það var bara sanngjarnt. Það var enginn að kvarta." segir Viktor Jónsson.

miðvikudagur 20. september
16:30 Leiknir R.-Afturelding (Domusnovavöllurinn)
16:30 Vestri-Fjölnir (Olísvöllurinn)

sunnudagur 24. september
14:00 Fjölnir-Vestri (Extra völlurinn)
14:00 Afturelding-Leiknir R. (Malbikstöðin að Varmá)

laugardagur 30. september
16:00 Úrslitaleikur- (Laugardalsvöllur)
Innkastið - Markakóngurinn og bikarar á loft
Athugasemdir
banner
banner
banner