Mbappe fær frest frá Real Madrid - Richarlison á óskalista Sádi-Arabíu - Madueke vill yfirgefa Chelsea
   þri 19. september 2023 13:10
Innkastið
„Verða að ná Evrópusæti, annars er þetta hrikalegt“
watermark Ekkert er að ganga hjá Breiðabliki í Bestu deildinni.
Ekkert er að ganga hjá Breiðabliki í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Blikar eiga á hættu að komast ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili.
Blikar eiga á hættu að komast ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta lítur bara illa út hjá Blikum í deildinni. Þeir unnu Keflavík en eru annars ekki að vinna einn einasta andstæðing. Nú er staðan skyndilega orðin þannig að það er hætta á Blikar verði hreinlega ekki í Evrópukeppni á næsta tímabili," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Breiðablik hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum, sá sigur kom gegn botnliði Keflavíkur. Blikar eru enn í þriðja sætinu en fjögur efstu sætin gefa Evrópuþátttöku.

„Við málum ekki skrattann á vegginn því þeir eru í Evrópusæti en þeir þurfa að fara að rífa sig í gang því með þessu áframhaldi eru þeir að fara að missa af sætinu því það eru sólgin lið þarna fyrir aftan sem eru með það eina markmið að klára Evrópu," segir Elvar.

„Það er skrítið hvernig þetta hefur þróast síðustu vikur. Fókusinn hefur eðlilega verið mikið á að komast í Evrópu en eftir að það var tryggt hefur þetta versnað ef eitthvað er. Það er eins og þeim vanti hvatningu í deildinni, eins og þetta sé ekki nægilega merkilegt," segir Sæbjörn Steinke í þættinum.

„Það hefur mikið verið talað um leikjaálagið en nú eru þeir að koma úr landsleikjaglugga og þeir geta ekki notað það sem afsökun. Það er eins og hausinn sé bara á Evrópu algjörlega," segir Elvar.

„Það hlýtur að vera erfitt að mótivera sig upp í þessa leiki þegar þú ert að spila svona stóra leiki inn á milli. Þeir verða samt að ná Evrópusæti, annars er þetta hrikalegt," segir Viktor Jónsson, sóknarmaður ÍA, sem var gestur í þættinum.

Glórulaus mistök
Breiðablik hefur tapað 0-2 fyrir FH tvívegis á heimavelli með stuttu millibili. Í leiknum á sunnudaginn voru gerð dýrkeypt einstaklingsmistök en Viktor Örn Margeirsson átti sök á fyrra markinu.

„Þetta eru svo glórulaus mistök. Hann bara tíar Davíð upp á markteignum, ég veit ekki hvað planið var hjá honum. Þetta er bara fókusleysi. Þeir hafa verið vanir því að skora bara meira en andstæðingurinn en það gengur ekkert fram á við hjá þeim núna. Þeir eru bara hættir að skora, það er eitthvað þungt yfir þessu," segir Sæbjörn.

Á fimmtudag heimsækja Blikar lið Maccabi Tel Aviv í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

„Þetta er ævintýri sem hver einasti fótboltamaður á Íslandi myndi vilja taka þátt í. Þeir voru að spila gegn FH vitandi að þeir væru að fara út í þessa keppni. Maður skilur að það sé erfitt fyrir þessa stráka að mótivera sig. Ég veit ekki hvað þeir eru búnir að spila marga leiki á þessu tímabili og auðvitað kemur þreyta, andleg þreyta, og þeir setja fókusinn á riðlakeppnina," segir Viktor.
Innkastið - Markakóngurinn og bikarar á loft
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner