Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 19. október 2019 12:35
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: RÚV 
Rúmlega milljarður horfði á HM kvenna
Mynd: Getty Images
Á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, kemur fram að rúmlega einn milljarður jarðarbúa hafi horft á HM kvenna í sumar.

Í heildina var það 1,12 milljarður sem horfði á heimsmeistaramótið og er það 30% aukning frá þeim 764 milljónum sem horfðu á HM 2015 í Kanada.

Flestir, 993,5 milljónir, horfðu á mótið í sjónvarpinu heima hjá sér og næstflestir í gegnum streymisveitur.

Rétt rúmlega 82 milljónir horfðu á úrslitaleik Bandaríkjanna gegn Hollandi og er það áhorfsmet á HM kvenna. 52 milljónir horfðu á úrslitaleikinn 2015.
Athugasemdir
banner