Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 19. október 2019 13:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mark Gylfa - Fór illa með Wilshere og lét vaða
Gylfi fagnar markinu.
Gylfi fagnar markinu.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður og skoraði annað mark Everton í 2-0 sigri á West Ham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Marco Silva, stjóri Everton, ákvað að byrja með Gylfa á bekknum og setti hann íslenska landsliðsmanninn inn á fyrir Alex Iwobi á 87. mínútu.

Gylfi nýtti þær fáu mínútur sem hann fékk til að skora annað mark Everton í uppbótartímanum.

Markið var glæsilegt. Gylfi fór illa með Jack Wilshere og átti síðan gott skot sem Roberto í marki West Ham náði ekki að verja.

Markið má sjá hérna.

Þetta er fyrsta mark Gylfa í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Frá því Gylfi lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í janúar 2012 hefur Christian Eriksen aðeins skorað fleiri mörk fyrir utan teig. Gylfi hefur skorað 21 og Eriksen 22.



Athugasemdir
banner
banner