Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 19. október 2019 15:38
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Alfreð bjargaði stigi gegn Bayern
Alfreð skoraði úr auðveldu færi.
Alfreð skoraði úr auðveldu færi.
Mynd: Getty Images
Lewandowski getur ekki hætt að skora.
Lewandowski getur ekki hætt að skora.
Mynd: Getty Images
Fimm leikjum var að ljúka í efstu deild þýska boltans og byrjaði Alfreð Finnbogason á bekknum hjá Augsburg, sem fékk stórmeistara FC Bayern í heimsókn.

Marco Richter kom heimamönnum yfir snemma leiks en Robert Lewandowski jafnaði skömmu síðar og kom Serge Gnabry gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks.

Alfreði var skipt inn á 69. mínútu og náði hann að pota inn jöfnunarmarki í uppbótartíma. Hann var þá fullkomlega staðsettur og skoraði auðvelt mark eftir frábæran undirbúning frá Sergio Cordova, sem kom einnig inn af bekknum.

Augsburg er aðeins með sex stig eftir átta umferðir á meðan Bayern er í þriðja sæti, með fimmtán stig.

Augsburg 2 - 2 Bayern
1-0 Marco Richter ('1 )
1-1 Robert Lewandowski ('14 )
1-2 Serge Gnabry ('49 )
2-2 Alfreð Finnbogason ('90 )

RB Leipzig og Wolfsburg gerðu þá jafntefli í toppbaráttunni. Timo Werner kom heimamönnum yfir snemma í síðari hálfleik en Wout Weghorst jafnaði á 82. mínútu. Bæði lið áttu fínan leik og verðskulduðu stigið.

Werder Bremen og Hertha Berlin skildu einnig jöfn á meðan nýliðarnir í Fortuna Düsseldorf og Union Berlin unnu á heimavelli og komu sér upp úr fallsvæðinu.

RB Leipzig 1 - 1 Wolfsburg
1-0 Timo Werner ('54 )
1-1 Wout Weghorst ('82 )

Werder Bremen 1 - 1 Hertha Berlin
1-0 Josh Sargent ('7 )
1-1 Dodi Lukebakio ('70 )

Fortuna Dusseldorf 1 - 0 Mainz
1-0 Rouwen Hennings ('82 )
Rautt spjald:Edimilson Fernandes, Mainz ('45)

Union Berlin 2 - 0 Freiburg
1-0 Marius Bulter ('1 )
2-0 Marcus Ingvartsen ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner