Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. október 2020 11:14
Magnús Már Einarsson
Pickford ekki refsað fyrir brotið á Van Dijk
Atvikið umtalaða.
Atvikið umtalaða.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Jordan Pickford, markvörður Everton, verði ekki dæmdur í leikbann fyrir brot sitt á Virgil van Dijk í grannaslagnum gegn Liverpool um helgina.

Van Dijk er á leið í aðgerð á hné og spilar líklega ekki meira á þessu tímabili eftir tæklingu Pickford.

Búið var að dæma rangstöðu þegar brotið átti sér stað en Michael Oliver, dómari leiksins, dæmdi ekkert á Pickford.

Enska knattspyrnusambandið staðfesti nú rétt í þessu að Pickford verði ekki refsað þar sem dómarar leiksins hafi séð atvikið í leiknum sjálfum.

David Coote, VAR dómari leiksins, skoðaði einnig atvikið í leiknum og ákvað að sleppa Pickford við refsingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner