Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   sun 19. október 2025 16:41
Brynjar Ingi Erluson
Sænsku meistararnir töpuðu níunda leiknum í röð - Fjórða mark Söndru
Kvenaboltinn
Sandra María skoraði fjórða mark sitt fyrir Köln
Sandra María skoraði fjórða mark sitt fyrir Köln
Mynd: Köln
Sænska meistaraliðið Rosengård tapaði níunda deildarleiknum í röð er liðið beið lægri hlut fyrir Norrköping, 1-0, í Íslendingaslag í sænsku kvennadeildinni í dag.

Tímabil Rosengård hefur verið afleitt eftir að hafa tapað aðeins einum deildarleik á síðustu leiktíð.

Ísabella Sara Tryggvadóttir, sem er fastakona í byrjunarliði Rosengård, lék 84. mínútur í leiknum en Sigdís Eva Bárðardóttir var ónotaður varamaður hjá Norrköping.

Rosengård er í 12. sæti með 18 stig þegar þrjár umferðir eru eftir, en það sæti gefur þátttöku í umspil um áframhaldandi veru í deildinni. Þetta var níunda tap Rosengård í röð sem hefur ekki unnið deildarleik síðan í júní.

Norrköping er á meðan í 5. sæti með 43 stig.

Hlín Eiríksdóttir byrjaði hjá Leicester sem vann frábæran 1-0 sigur á London City Lionesses í deildarbikarnum. Leicester er á toppnum í riðlinum með 6 stig.

Sandra María Jessen skoraði eina mark Köln í 5-1 tapi gegn Bayern München.

Sandra er komin með fjögur mörk í þeim sjö leikjum sem hún hefur spilað fyrir Köln.

Glódís Perla Viggósdóttir sat allan tímann á varamannabekk Bayern sem er á toppnum með 19 stig en Köln í 10. sæti með 7 stig.

Bergrós Ásgeirsdóttir spilaði allan leikinn með Aarau sem gerði 1-1 jafntefli við Thun í svissnesku úrvalsdeildinni. Aarau er í næst neðsta sæti með 3 stig.
Athugasemdir
banner
banner