Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Lárus Orri mjög sáttur: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
   sun 19. október 2025 17:20
Haraldur Örn Haraldsson
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er ömurlegt, bara eins og maður hafi verið stunginn. Þetta er rosalega svekkjandi niðurstaða að hafa fengið þetta mark á okkur í lokin," sagði Þórður Ingason markmanns þjálfari Aftureldingar eftir dramatískt 1-1 jafntefli við Vestra, þar sem Vestra menn skoruðu jöfnunar markið með síðasta sparki leiksins.

Magnús Már Einarsson aðalþjálfari liðsins komst ekki í viðtöl þar sem hann var í leikbanni.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Vestri

Afturelding var með tögl og halgdir á leiknum, en náðu bara ekki að skora fleiri mörk.

„Við vorum góðir í dag, fram að markinu. Við vorum ekkert frábærir eftir markið en við fengum samt fullt af færum eftir markið okkar til að bæta við og klára þennan leik. Þeir fara náttúrulega bara að dæla háum boltum inn og skapa kaos, og við náðum ekki að eiga við þennan eina sem endaði í markinu," sagði Þórður.

Með sigri hefði Afturelding verið með örlög sín í eigin höndum en þar sem þeir misstu þetta niður í jafntefli þá þurfa þeir að treysta á að KR og Vestri gera jafntefli, og Afturelding þarf að vinna ÍA í loka leiknum. Það er eina sviðsmyndin þar sem Afturelding heldur sér í deildinni.

„Eina sem við getum gert er að fara upp á Skaga og vinna okkar leik, og sjá hvað það skilar okkur. Það hefði verið töluvert betra að vera með þetta í okkar höndum," sagði Þórður.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner