Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
   sun 19. október 2025 17:28
Haraldur Örn Haraldsson
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér finnst við svo sem vera með leikinn í okkar höndum allan tímann. Við erum að skapa okkur fullt af færum. Þetta er bara svekkjandi, þetta er bara á loka mínútunni," sagði Hrannar Snær Magnússon leikmaður Aftureldingar eftir dramatískt 1-1 jafntefli við Vestra þar sem Vestra menn skoruðu jöfnunarmarkið með síðasta sparki leiksins.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Vestri

Eftir að Afturelding komst yfir opnaðist leikurinn töluvert og Afturelding fékk nokkur mjög góð færi. Þeir nýttu þau ekki og fengu það síðan í bakið.

„Eftir að við komumst yfir þá stíga þeir náttúrulega ofar og eru að flengja mönnum þarna fram. Við komumst í fullt af góðum stöðum, bara ótrúlegt að við náðum ekki að setja eitt mark í viðbót," sagði Hrannar.

Örlög Aftureldingar eru ekki lengur í þeirra höndum, þeir þurfa að treysta á að Vestri og KR gera jafntefli, og að þeir vinni ÍA. Það er eina sviðsmyndin þar sem Afturelding heldur sér í deildinni.

„Leikurinn í dag sýnir að þetta er aldrei búið fyrr en þetta er búið. Þeir skora á loka mínútunni og jafna. Þetta er heldur ekki búið ennþá við þurfum að fara upp á Skaga og við ætlum að vinna þann leik. Svo bara verðum við að vona það besta," sagði Hrannar.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir