Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
banner
   sun 19. október 2025 17:18
Daníel Smári Magnússon
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Ósáttur með spilamennskuna í dag, en alsáttur með áframhaldandi veru í deild þeirra bestu.
Ósáttur með spilamennskuna í dag, en alsáttur með áframhaldandi veru í deild þeirra bestu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég hélt ég myndi nú ekki standa skælbrosandi hérna á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1, en jú þetta eru mjög blendnar tilfinningar. Þetta var alls ekki góður leikur hjá okkur. Við vorum bara á eftir í öllu, vorum á eftir í öllum návígum, vorum að tapa einn á einn baráttu um allan völl. Menn voru sofandi í dekkningunum, talningin í pressunni var ekki góð, þetta var bara heilt yfir mjög slakur leikur hjá okkur,'' sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 5-1 tap gegn KA í neðri hluta Bestu-deildar karla í dag. Þrátt fyrir þungt tap eru Skagamenn öruggir með sæti sitt í deildinni eftir jafnftefli Aftureldingar og Vestra.


Lestu um leikinn: KA 5 -  1 ÍA

Var spennustigið skrítið?

„Já veistu ég held það, það er náttúrulega alltaf gott að vera vitur eftir á en fyrir leikinn þá töldum við að liðið væri 100% klárt. Við erum búnir að keyra ansi hart á leikmenn í þessu frí, þetta er búið að vera erfitt frí! Dagarnir hafa verið lengi að líða, þannig að ef að ég horfi á leikinn eftir að þá held ég að það hafi verið rangt spennustig. Menn voru einhvernveginn dofnir, menn komust ekki almennilega í tæklingarnar og þetta var ekki Skagaliðið sem að við höfum séð í undanförnum leikjum,'' sagði Lárus Orri.

Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson stýrir nú Vestra og það var flautumark þeirra gegn Aftureldingu sem að staðfesti það endanlega að Skagamenn geti ekki fallið í lokaumferð deildarinnar. Ljóðrænt myndu sumir segja og Lárus Orri talaði fallega um fyrrum þjálfara ÍA.

„Jú, það var það. Ég sagði í viðtali við Fótbolti.net eftir minn fyrsta leik að ég væri að taka við góðu búi af Jóni Þór. Fótbolti er furðulegur. Í byrjun þessa tímabils þá gerðust hlutir sem að gerast stundum í fótbolta. Maður lendir bara stundum í svona hlutum og hann lenti í þessu þarna, en hann skildi eftir mjög gott bú. Þjálfarateymið hérna uppá Akranesi er frábært, leikmannahópurinn góður, öll umgjörðin er alveg frábær. Þannig að þó að maður eigi kannski ekki að vera að skipta sér af þessari botnbaráttu núna, þar sem að við erum öruggir að þá er það mjög gott að Jón Þór skuli hafa tryggt okkur á endanum uppi.''

En framhaldið? Vill Lárus Orri vera áfram á Akranesi?

„Við ákváðum þegar við fórum í þetta að það yrði ekki talað saman fyrr en eftir tímabilið. Það hefur verið staðið við það, við ætlum ekki að ræða þetta neitt fyrr en tímabilið er búið. Það er að vísu nokkurnveginn þannig lagað búið hjá okkur. En ég á ekki von á því að það verði eitthvað farið í þessi mál fyrr en eftir síðasta leik. Ég ætla allavega ekki að hugsa um það í kvöld,'' sagði Lárus Orri.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner