Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 19. október 2025 17:05
Kári Snorrason
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Þorlákur Árnason áðan.
Þorlákur Árnason áðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vítadómurinn umdeildi.
Vítadómurinn umdeildi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, var rekinn af velli í 2-1 tapi Eyjamanna gegn KR fyrr í dag. Hann segir að Guðmundur Andri Tryggvason, leikmaður KR, hafi látið ófögur orð falla og var ósáttur í viðtali að leik loknum.


Lestu um leikinn: KR 2 -  1 ÍBV

„Það gerðust fullt af hlutum, eitthvað sem ég tek á mig og eitthvað sem dómarinn verður að taka á sig. Það voru hlutir sem ég var mjög ósáttur við og eitthvað af þeim virtust þeir hafa heyrt sem átti að snúa að mér en heyrðu ekki sem að leikmaður KR sagði við mig. Ég er hrikalega ósáttur við það, ég verð að bera ábyrgð á því, maður á ekki að deila við dómarann en mér fannst virkilega að mér vegið.“ 

Hvað sagði leikmaður KR (Guðmundur Andri Tryggvason) við þig?

„Ég ætla ekki að segja það, ætla ekki að hafa það eftir.“ 

Guðmundur Andri sótti vítaspyrnu fyrir KR þar sem markvörður ÍBV gerðist brotlegur. Þorlákur var ósáttur við dóminn.

„Eftir að við settum út á vítið sem við fengum á okkur, við vorum mjög ósáttir við það. Þú mátt í raun ekki koma með aðfinnslu eftir að hafa séð myndbandsupptöku, það er bara á mig. Ég má ekki tjá mig út frá því. Það eiginlega setti einhvern snjóbolta af stað frá fjórða dómaranum.“ 

Ertu ósáttur við vinnubrögð dómaranna?

„Ég ætla ekki að fara væla yfir dómgæslu eða eitthvað svoleiðis, en mér finnst allt í lagi að þér sé sýnd virðing. Mér finnst það eiga að ganga í báðar áttir. Mér finnst með dómara á Íslandi að þú megir í raun ekki koma með aðfinnslu þá er þér hótað að þú fáir gult eða rautt, þú færð lengra leikbann.“

„Mér finnst þetta ekki góð vinnubrögð, ég er hrikalega ósáttur við þetta. En ég verð að taka eitthvað á mig og maður á ekki að mótmæla dómum, mér fannst þetta mjög soft víti sem þeir fá.“ 

Viðtalið við Þorlák má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner