Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
„Eins og James sé að spila á mótorhjóli"
Mynd: Getty Images
Marco Rossi, landsliðsþjálfari Ungverja, hefur miklar áhyggjur af Daniel James, kantmanni Wales og Manchester United, fyrir leik liðanna í undankeppni EM í kvöld.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en sigurliðið kemst beint á EM á næsta ári. Ef Ungverjar fara ekki beint á EM þá gætu þeir mætt Íslandi í umspili um sæti á mótinu.

Rossi hefur þungar áhyggjur af hraðanum hjá James fyrir leikinn í kvöld.

„James er leikmaður sem er að spila á mótorhjóli því hann er mjög fljótur. Ég hef ekki séð neinn eins fljótan nýlega nema kannski Mbappe. Hann er ótrúlegur," sagði Rossi.

„Ef við skiljum eftir svæði til að hlaupa í þá gæti hann orðið hættulegur. Þetta gæti orðið lykilatiriði. Við erum að vinna mikið í varnarlínunni og reyna að láta leikmenn okkar fá sjálfstraust."
Athugasemdir
banner
banner
banner