Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 19. nóvember 2019 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nikola æfir með Blikum: Vil sanna mig upp á nýtt
Mynd: Heimasíða Midtjylland
Mynd: PlayerProfile
Nikola Dejan Djuric er átján ára vængmaður sem æfir þessa daganna með Breiðabliki. Nikola er uppalinn hjá Blikum en í fyrra söðlaði hann um og gekk í raðir Midtjylland í Danmörku. Í október var greint frá því að hann væri á leið í Breiðablik.

Nikola á 4 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands, 3 fyrir U-16 ára og 1 leik fyrir U-17 ára. Hann lék með Breiðablik gegn KA í Bose-mótinu um liðna helgi.

Fótbolti.net hafði samband við Nikola og spurði hann út í stöðu mála. Fyrst var spurt út í félagaskiptin til Midtjylland og hvort hann hefði farið áður út á reynslu til annarra félaga.

„Midtjylland sá mig fyrst hérna heima, menn frá þeim komu að horfa á nokkrar æfingar. Í kjölfarið fór ég tvisvar út á reynslu til þeirra og stóð mig vel. Ég hafði áður farið á reynslu hjá AZ Alkmaar og lék með liði Norwich á Rey Cup," sagði Nikola við Fótbolta.net.

Eitt besta U19 ára lið heims
Hvernig gerir Nikola upp tímann hjá Midtjylland?

„Ég fór út í júlí í fyrra og æfði með þeim þangað til þeir keyptu mig í desember. Í janúar fór ég á lán til Viborg því ég þurfti að spila reglulega. Ég tek svo undirbúningstímabilið með Midtjylland fyrir sumarið í sumar og fór með á nokkur mót en náði ekki að festa mig í liðið."

Það er ekki gefins að fá að spila með unglingaliði Midtjylland. Liðið hefur komist langt í Evrópukeppnum og verið besta lið Danmörku undanfarið.

„Þetta lið er eitt besta lið i heimi í U19 ára boltanum. Mér fannst besti kosturinn í stöðunni að koma heim á þessum tímapunkti og sanna mig uppá nýtt."

Æfir með Blikum
Hvernig er staðan hjá Nikola í dag, er hann búinn að semja við Breiðablik?

„Eins og staðan er núna þá er ég að æfa með Blikum og svo sjáum við til hvað gerist í framhaldinu. Auðvitað stefni ég aftur út en fyrst og fremst er ég bara að hugsa um að standa mig vel á Íslandi núna. Ég er ekki búinn að skrifa undir hjá Blikum en það er líklegast að ég spili með þeim á næstu leiktíð," sagði Nikola að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner