Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 19. nóvember 2020 22:25
Victor Pálsson
Guardiola var ekki nálægt því að yfirgefa Man City
Mynd: Getty Images
Virti blaðamaðurinn Guillem Balague segir að Pep Guardiola hafi ekki verið nálægt því að yfirgefa Manchester City eftir að hafa skrifað undir samning við félagið í dag.

Guardiola krotaði undir tveggja ára framlengingu við City en hann tók við félaginu fyrir fjórum árum síðan.

Spánverjinn er talinn vera einn besti knattspyrnustjóri Evrópu og voru stórlið að leitast eftir því að ráða hann til starfa.

Balague ræddi við BBC og greindi þar frá því að Guardiola hafi ekki íhugað að yfirgefa enska félagið.

„Það komu tilboð frá Juventus, Paris Saint-Germain og frá öðrum liðum en hann er ánægður," sagði Balague.

„Hann nýtur lífsins og er umkringdur fólki sem hann treystir. Hann hefur stjórn á helstu ákvörðunum og er ánægður með að það sem gerist innan veggja félagsins haldist þar."

Athugasemdir
banner
banner