Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 19. nóvember 2023 23:39
Elvar Geir Magnússon
Lissabon
Hjörtur Hermanns: Búinn að henda mínu nafni í hattinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson hefur staðið sig vel þegar hann hefur fengið tækifærið með íslenska landsliðinu í riðlakeppninni sem var að ljúka. Hann átti flottan leik gegn Portúgal.

Hjörtur var ánægður með að fá byrjunarliðsleik í kvöld.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

„Já gríðarlega. Alltaf gaman að spila fyrir Íslands hönd. Leikirnir gerast varla stærri en þetta þó ekki hafi verið mikið í húfi fyrir bæði lið. En stutta svarið er jú, það er æðislegt að fá að spila fyrir Ísland," segir Hjörtur.

Hann segist ánægður með hvernig hann hefur nýtt sín tækifæri.

„Klárlega, ég held að ég sé búinn að henda mínu nafni í hattinn í að vera í þessu mixi. Við erum með frábæra varnarmenn og þurfum bara að finna réttu blönduna. Við liggjum til baka í dag og gerum það bara helvíti vel. Við erum að verjast vel saman sem heild."

Í viðtalinu ræðir hann nánar um samkeppnina um sæti í liðinu og sína stöðu hjá Pisa á Ítalíu þar sem hann fær lítið sem ekkert að spila.
Athugasemdir
banner
banner