Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson hefur staðið sig vel þegar hann hefur fengið tækifærið með íslenska landsliðinu í riðlakeppninni sem var að ljúka. Hann átti flottan leik gegn Portúgal.
Hjörtur var ánægður með að fá byrjunarliðsleik í kvöld.
Hjörtur var ánægður með að fá byrjunarliðsleik í kvöld.
Lestu um leikinn: Portúgal 2 - 0 Ísland
„Já gríðarlega. Alltaf gaman að spila fyrir Íslands hönd. Leikirnir gerast varla stærri en þetta þó ekki hafi verið mikið í húfi fyrir bæði lið. En stutta svarið er jú, það er æðislegt að fá að spila fyrir Ísland," segir Hjörtur.
Hann segist ánægður með hvernig hann hefur nýtt sín tækifæri.
„Klárlega, ég held að ég sé búinn að henda mínu nafni í hattinn í að vera í þessu mixi. Við erum með frábæra varnarmenn og þurfum bara að finna réttu blönduna. Við liggjum til baka í dag og gerum það bara helvíti vel. Við erum að verjast vel saman sem heild."
Í viðtalinu ræðir hann nánar um samkeppnina um sæti í liðinu og sína stöðu hjá Pisa á Ítalíu þar sem hann fær lítið sem ekkert að spila.
Athugasemdir