Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   sun 19. nóvember 2023 11:13
Elvar Geir Magnússon
Lissabon
Mun portúgalska liðið gera allt til að láta Ronaldo skora?
watermark Ronaldo og félagar á æfingu í gær.
Ronaldo og félagar á æfingu í gær.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
watermark
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Cristiano Ronaldo verður væntanlega í byrjunarliði portúgalska landsliðsins í kvöld en hann er að berjast um að verða markakóngur undankeppninnar.

Ronaldo er kominn með tíu mörk í undankeppninni, þar á meðal er sigurmarkið gegn Íslandi á Laugardalsvelli í sumar.

Roberto Martínez landsliðsþjálfari Portúgals var spurður að því á fréttamannafundi hvort lagt sé upp með að reyna að láta Ronaldo skora?

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

„Einstaklingsárangur næst aðeins með liðsframmistöðu. Þú getur ekki reynt að ná einstaklingsárangri í fótbolta án þess að vera í liði. Hæfileikar hjálpa bara til við að vinna leiki," sagði Martínez.

„Við þurfum að vera sem eitt lið í leiknum gegn Íslandi, halda boltanum og vera með skýrar hugmyndir. Auðvitað viljum við sjá leikmann okkar verða markakóng en það er ekki markmið hjá liðinu."

Portúgal er löngu búið að vinna riðilinn og nær að vinna hann með fullu húsi ef liðið vinnur Ísland í kvöld.

Markahæstir í undankeppninni:
10: Romelu Lukaku (Belgía)
10: Cristiano Ronaldo (Portúgal)
9: Kylian Mbappé (Frakkland)
8: Harry Kane (England)
7: Rasmus Højlund (Danmörk)
7: Scott McTominay (Skotland)
6: Zeki Amdouni (Sviss)
6: Erling Haaland (Noregur)
Landslið karla - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Portúgal 10 10 0 0 36 - 2 +34 30
2.    Slóvakía 10 7 1 2 17 - 8 +9 22
3.    Lúxemborg 10 5 2 3 13 - 19 -6 17
4.    Ísland 10 3 1 6 17 - 16 +1 10
5.    Bosnía-Hersegóvína 10 3 0 7 9 - 20 -11 9
6.    Liechtenstein 10 0 0 10 1 - 28 -27 0
Athugasemdir
banner
banner