Í kvöld mætast Portúgal og Ísland í lokaumferð riðlakeppninnar í undankeppni EM. Leikurinn hefst klukkan 19:45 í Lissabon.
Portúgalska landsliðið æfði ekki á keppnisvellinum í gær heldur á æfingasvæði sínu. Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir ljósmyndari mætti á svæðið og tók meðfylgjandi myndir.
Portúgalska landsliðið æfði ekki á keppnisvellinum í gær heldur á æfingasvæði sínu. Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir ljósmyndari mætti á svæðið og tók meðfylgjandi myndir.
Lestu um leikinn: Portúgal 2 - 0 Ísland
Skiljanlega beindist linsan mikið að Cristiano Ronaldo sem verður væntanlega í byrjunarliði portúgalska liðsins í kvöld.
Ronaldo skoraði sigurmarkið gegn Íslandi á Laugardalsvelli í sumar en það var 200. landsleikur hans á ferlinum. Eftir leikinn þakkaði hann Íslandi fyrir sig.
Eftir æfinguna í gær fór fram fréttamannafundur þar sem Bruno Fernandes sat fyrir svörum auk landsliðsþjálfarans Roberto Martínez.
Athugasemdir