Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   sun 19. nóvember 2023 10:52
Elvar Geir Magnússon
Lissabon
Ætlar að skrifa söguna með því að vinna Ísland í kvöld
Roberto Martínez.
Roberto Martínez.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Portúgal og Ísland mætast í kvöld í lokaleik liðanna í undankeppni EM. Roberto Martínez landsliðsþjálfari Portúgals segir það skýrt markmið liðsins að vinna í kvöld og klára þar með undankeppnina með fullt hús, tíu sigra.

Lestu um leikinn: Portúgal 2 -  0 Ísland

„Að klára undankeppnina með fullt hús stiga yrði sögulegt. Ég er mjög ánægður með hugarfarið í mínu liði. Ísland er lið með skýra stefnu og beinskeyttan leikstíl," segir Martínez.

Hann sagðist ætla að ákveða byrjunarliðið að lokinni síðustu æfingu og spila með þá leikmenn sem eru ferskastir. Hann opinberaði það þó að Diogo Costa verði í markinu.

Martínez var spurður að því hvort hann óttaðist að baulað yrði á leikmenn Benfica í leiknum, þar sem spilað verður á heimavelli erkifjenda þeirra í Sporting Lissabon.

„Síðast þegar við spiluðum hér í Portúgal var magnað andrúmsloft. Stemningin snerist um landsliðið. Ég held að allir standi saman og býst við hátíðarstemningu á leiknum. Liðið á ekki annað skilið fyrir að komast áfram með svona yfirburðum og öryggi," segir Martínez.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner