Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
banner
   mið 10. desember 2025 16:00
Kári Snorrason
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik mætir írska liðinu Shamrock Rovers í fimmtu umferð Sambandsdeildarinnar á morgun. Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði liðsins var vongóður fyrir leik morgundagsins er hann ræddi við Fótbolta.net eftir blaðamannafund Breiðabliks.

„Ég er mjög vel stefndur, komin mikil tilhlökkun núna. Skemmtilegur andstæðingur, verðugur leikur.“

Liðin mættust 2023 í forkeppni Meistaradeildarinnar og þá vann Breiðablik í báðum viðureignum liðanna; 1-0 útisigur í Dublin og svo 2-1 sigur á Kópavogsvelli. Höskuldur skoraði fyrra mark Blika á Kópavogsvelli.

„Það var hörkueinvígi, að sama skapi í fyrra, gegn Víkingi, líka. Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið. En eins og Óli sagði á blaðamannafundinum; það hafa orðið breytingar og við erum ekki mikið að horfa í þessa leiki.

Það eru leikmenn þarna sem maður kannast við og ákveðnir hlutir sem eru sambærilegir við fyrri leikina gegn þeim en þessi leikur á sitt eigið líf.“


Breiðablik átti góða frammistöðu er liðið gerði 1-1 jafntefli við Samsunspor á Laugardalsvelli í síðastu umferð Sambandsdeildarinnar.

„Við tökum fullt úr þeim leik. Það var margt sem við gerðum mjög vel og við þurfum að yfirfæra á leikinn á morgun.“


Athugasemdir
banner
banner