mið 19. nóvember 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeild kvenna í dag - Tengir Vålerenga saman sigra?
Kvenaboltinn
Sædís Rún verður í eldlínunni hjá Vålerenga
Sædís Rún verður í eldlínunni hjá Vålerenga
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fjórða umferð í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvennaflokki hefst í kvöld.

Aðeins þrjú lið eru með fullt hús stiga í keppninni, en tvö þeirra spila í kvöld.

Lyon, sigursælasta lið í sögu keppninnar, heimsækir Juventus og þá fer Manchester United til Þýskalands að spila við Wolfsburg.

Íslendingalið Vålerenga mætir St. Polten í Noregi, en Arna Eiríksdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir eru fastakonur í liðinu. Vålerenga er með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Evrópumeistarar Arsenal mæta Real Madrid í Lundúnum, en Arsenal er aðeins með þrjú stig.

Leikir dagsins:
17:45 Juventus W - Lyon W
17:45 Wolfsburg W - Man Utd W
20:00 Arsenal W - Real Madrid W
20:00 Paris W - SL Benfica W
20:00 Valerenga W - St. Polten W
Athugasemdir
banner