Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   lau 19. desember 2020 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah mjög vonsvikinn að fá ekki fyrirliðabandið
Salah og Mikael Anderson skiptust á treyjum eftir leik Liverpool og Midtjylland.
Salah og Mikael Anderson skiptust á treyjum eftir leik Liverpool og Midtjylland.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, viðurkennir að hafa verið mjög vonsvikinn að fá ekki að vera fyrirliði Liverpool gegn Midtjylland í Meistaradeildinni á dögunum.

Leikurinn skipti engu máli fyrir hvorugt lið þar sem Liverpool var búið að vinna riðilinn og Midtjylland fallið úr leik. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, mætti með mikið breytt lið en Salah byrjaði þrátt fyrir það leikinn.

Hann fékk hins vegar ekki að vera fyrirliði, það féll í hlut hins 22 ára gamla Trent Alexander-Arnold.

„Í hreinskilni sagt, þá var ég mjög vonsvikinn," sagði Salah í samtali við AS. „Ég bjóst við því að vera fyrirliði... en þetta var ákvörðun stjórans og hana ber að virða."

Salah daðraði einnig við Barcelona og Real Madrid í viðtalinu. „Madrid og Barcelona eru tvö stór félög. Hver veit hvað gerist í framtíðinni, en akkúrat núna er ég einbeittur á að vinna ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina með Liverpool," sagði Salah.

Liverpool er þessa stundina að spila við Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni, en Salah byrjar á bekknum þar.

Athugasemdir
banner
banner
banner