
Nusret Gökçe, betur þekktur undir nafninu Salt Bae, var viðstaddur úrslitaleik HM í Katar í gær, en hann er umtalaður eftir að hafa brotið reglur FIFA.
Matreiðslumeistarinn er einn af eigendum veitingakeðjunnar Nusr-Et en sá staður er staðsettur víða og meðal annars í Katar.
Salt Bae varð frægur fyrir óvenjulegar hreyfingar á meðan hann stráði salti yfir steikurnar. Hann nýtti sér það til fulls og á fjölmarga veitingastaði í dag.
Allar stærstu stjörnur heims hafa borðað á veitingastöðunum og þar á meðal Lionel Messi.
Salt Bae var á úrslitaleiknum í gær og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fékk hann sérstakan aðgang inn á völlinn. Þar elti hann fótboltamennina á röndum og bað um myndir.
Hann leitaðist helst eftir því að tala við Messi sem virtist hafa lítinn tíma fyrir hann. Stuttu síðar braut hann síðan reglur FIFA er hann hélt á HM-styttunni, en aðeins útvaldir mega koma við þann bikar samkvæmt ströngustu reglum FIFA. Sigurvegarar mótsins mega það og hátt settir menn stjórnarmenn sambandsins.
Fjölmiðlar skrifa um það að Salt Bae sé góðvinur Gianni Infantino, forseta FIFA og því hafi hann verið viðstaddur, en það er spurning hvort forsetinn refsi þessum umdeilda manni.
Even Messi knows salt bae is a hack pic.twitter.com/c457o1GnHt
— Z Bo (@zekedabolina) December 18, 2022
— Nooruddean (@BeardedGenius) December 18, 2022
Athugasemdir