Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   fim 19. desember 2024 22:54
Elvar Geir Magnússon
Sjáðu fögnuðinn í klefa Víkings - „Ú A EuroVikes!“
Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspil Sambandsdeildarinnar. Víkingur endaði í 19. sæti og ljóst er að liðið mun mæta Olimpija Lúbljana frá Slóveníu eða Panathinaikos frá Grikklandi í tveggja leikja einvígi í febrúar.

Sigurvegararnir í umspilinu komast í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar.

Víkingur gerði góða ferð til Austurríkis og gerði 1-1 jafntefli gegn LASK í kvöld. Frammistaða liðsins hefur verið glæsileg í keppninni og eftir úrslitin var fagnað vel og innilega í klefanum, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.

Lestu um leikinn: LASK 1 -  1 Víkingur R.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner