Víkingur verður í pottinum á morgun þegar dregið verður í umspil Sambandsdeildarinnar. Víkingur endaði í 19. sæti og ljóst er að liðið mun mæta Olimpija Lúbljana frá Slóveníu eða Panathinaikos frá Grikklandi í tveggja leikja einvígi í febrúar.
Sigurvegararnir í umspilinu komast í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar.
Víkingur gerði góða ferð til Austurríkis og gerði 1-1 jafntefli gegn LASK í kvöld. Frammistaða liðsins hefur verið glæsileg í keppninni og eftir úrslitin var fagnað vel og innilega í klefanum, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.
Sigurvegararnir í umspilinu komast í 16-liða úrslit Sambandsdeildarinnar.
Víkingur gerði góða ferð til Austurríkis og gerði 1-1 jafntefli gegn LASK í kvöld. Frammistaða liðsins hefur verið glæsileg í keppninni og eftir úrslitin var fagnað vel og innilega í klefanum, eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan.
Lestu um leikinn: LASK 1 - 1 Víkingur R.
Ú A EUROVIKES!!!!!!????? pic.twitter.com/0q8Ztk1n4m
— Víkingur (@vikingurfc) December 19, 2024
Athugasemdir