Ruben Amorim þjálfari Manchester United svaraði ýmsum spurningum á fréttamannafundi fyrir leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni, á útivelli gegn toppbaráttuliði Aston Villa.
Amorim fór víðan völl þar sem hann ræddi meðal annars um Bruno Fernandes, Kobbie Mainoo og hugarfarið hjá ungum leikmönnum félagsins.
„Mér líður eins og það sé svolítið hugarfar innan félagsins þar sem uppaldir leikmenn eru að búast við alltof miklu. Stundum eru sterk orð ekki slæm orð... það þarf ekki að vera neikvætt fyrir krakkana að lenda í smá mótlæti," sagði Amorim.
„Þetta á ekki að vera bara að þú ferð í annað félag ef þú færð ekki spiltíma hérna. NEI! Það er líka hægt að vera áfram og berjast fyrir sæti í liðinu."
Hann var spurður út í Mainoo eftir að bróðir miðjumannsins mætti á Old Trafford í bol sem stóð á 'FRELSIÐ KOBBIE MAINOO'.
19.12.2025 15:35
Amorim: Það var ekki Kobbie sem var í bolnum
„Kobbie Mainoo spilaði virkilega vel gegn Bournemouth, það er það sem skiptir máli. Ég veit ekki af neinu vandamáli fyrr en einhver kemur og talar persónulega við mig. Skrifstofan mín er alltaf opin, en enginn kom til mín í vikunni svo allt virðist vera eðlilegt."
Að lokum hrósaði hann fyrirliðanum í hástert fyrir sitt framlag.
„Bruno er fullkomið dæmi fyrir aðra leikmenn liðsins, þetta er leikmaður sem leggur allt í sölurnar í hvert skipti sem hann stígur á grasið. Hann er einstakur leikmaður sem spilar af öllu hjarta, strákarnir verða að taka sér hann til fyrirmyndar."
Man Utd er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig eftir 16 umferðir. Liðið spilar mjög erfiðan útileik við toppbaráttulið Aston Villa á sunnudaginn.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 16 | 11 | 3 | 2 | 30 | 10 | +20 | 36 |
| 2 | Man City | 16 | 11 | 1 | 4 | 38 | 16 | +22 | 34 |
| 3 | Aston Villa | 16 | 10 | 3 | 3 | 25 | 17 | +8 | 33 |
| 4 | Chelsea | 16 | 8 | 4 | 4 | 27 | 15 | +12 | 28 |
| 5 | Crystal Palace | 16 | 7 | 5 | 4 | 20 | 15 | +5 | 26 |
| 6 | Man Utd | 16 | 7 | 5 | 4 | 30 | 26 | +4 | 26 |
| 7 | Liverpool | 16 | 8 | 2 | 6 | 26 | 24 | +2 | 26 |
| 8 | Sunderland | 16 | 7 | 5 | 4 | 19 | 17 | +2 | 26 |
| 9 | Everton | 16 | 7 | 3 | 6 | 18 | 19 | -1 | 24 |
| 10 | Brighton | 16 | 6 | 5 | 5 | 25 | 23 | +2 | 23 |
| 11 | Tottenham | 16 | 6 | 4 | 6 | 25 | 21 | +4 | 22 |
| 12 | Newcastle | 16 | 6 | 4 | 6 | 21 | 20 | +1 | 22 |
| 13 | Bournemouth | 16 | 5 | 6 | 5 | 25 | 28 | -3 | 21 |
| 14 | Fulham | 16 | 6 | 2 | 8 | 23 | 26 | -3 | 20 |
| 15 | Brentford | 16 | 6 | 2 | 8 | 22 | 25 | -3 | 20 |
| 16 | Nott. Forest | 16 | 5 | 3 | 8 | 17 | 25 | -8 | 18 |
| 17 | Leeds | 16 | 4 | 4 | 8 | 20 | 30 | -10 | 16 |
| 18 | West Ham | 16 | 3 | 4 | 9 | 19 | 32 | -13 | 13 |
| 19 | Burnley | 16 | 3 | 1 | 12 | 18 | 33 | -15 | 10 |
| 20 | Wolves | 16 | 0 | 2 | 14 | 9 | 35 | -26 | 2 |
Athugasemdir





