Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
banner
   fös 19. desember 2025 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bruno taldi sig skuldbundinn Man Utd
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United spjallaði við Rio Ferdinand, fyrrum leikmann Man Utd, í vinsælum hlaðvarpsþætti.

Fernandes talaði meðal annars um hvernig hann fékk tækifæri til að yfirgefa Man Utd í tvígang en ákvað að vera áfram hjá félaginu til að endurlauna traustið sem það hafði sýnt honum.

„Ég hélt tryggð við United á erfiðustu tímunum, ég fékk tvö tækifæri til að skipta um félag. Ég vona að allir innan félagsins viti það, útaf því að þetta voru mjög góð tækifæri sem buðust mér," sagði Fernandes. „Stjórnin sagði: Nei, við þurfum á þér að halda.

„Ég svaraði: Allt í lagi, þið gáfuð mér eitthvað þannig að nú gef ég ykkur eitthvað til baka."


Fernandes, sem er 31 árs gamall, viðurkennir að hann hefði ekki verið áfram í Manchester ef stjórnin hefði ekki sannfært hann sérstaklega um það.

„Ég hefði ekki verið áfram hjá Manchester United ef félagið hefði ekki sannfært mig um að markmiðin væru ennþá háleit. Við viljum vera besta félag í heimi og það er mikilvægt. Markmiðið núna er að byrja að vinna titla á ný og koma félaginu aftur á þann stað sem það var á áður fyrr.

„Ég átta mig mjög vel á því að ég hefði getað valið aðra leið og mögulega unnið fleiri titla. Ef ég væri búinn að vinna fleiri titla þá myndi fólk líka tala öðruvísi um mig."

Athugasemdir
banner
banner