Swansea 2 - 1 Wrexham
0-1 Cameron Burgess ('14, sjálfsmark)
1-1 Zan Vipotnik ('70)
2-1 Adam Idah ('90)
0-1 Cameron Burgess ('14, sjálfsmark)
1-1 Zan Vipotnik ('70)
2-1 Adam Idah ('90)
Swansea tók á móti Wrexham í fyrsta leik helgarinnar í Championship deildinni á Englandi og lentu heimamenn undir í velska slagnum.
Cameron Burgess skoraði sjálfsmark í fyrri hálfleik svo Wrexham tók forystuna og hélt henni í tæpa klukkustund. Swansea var sterkari aðilinn en staðan var 0-1 í leikhlé þrátt fyrir að gestirnir frá Wrexham hafi ekki átt eina einustu marktilraun.
Svanirnir héldu áfram að banka á dyrnar í síðari hálfleik og náðu að gera jöfnunarmark á 70. mínútu. Zan Vipotnik var þar á ferðinni.
Wrexham fékk nokkur hálffæri en heimamenn voru áfram sterkari aðilinn og tókst að lokum að gera sigurmark. Adam Idah skoraði á 90. mínútu og urðu lokatölur 2-1.
Swansea er með 26 stig eftir 22 umferðir, tveimur stigum á eftir Wrexham.
Athugasemdir



