Avery Mae Vander Ven fyrirliði ÍBV er búin að framlengja samning sinn við fótboltadeild félagsins.
Avery gekk til liðs við Eyjakonur fyrir síðustu leiktíð og stóð sig með prýði í Vestmannaeyjum. Hún spilaði alla leiki liðsins er ÍBV vann Lengjudeildina með yfirburðum.
„Á síðasta ári urðu Vestmannaeyjar mitt annað heimili. Ég vil fá tækifæri til að vinna bikarinn og ná í annan deildartitil fyrir þennan bæ sem hefur gefið mér svo mikið og breytt lífi mínu til hins betra," sagði Avery við undirskriftina.
„Ég er mjög ánægð að halda áfram að spila fótbolta með hóp af fólki sem minnir mig á hvers vegna ég varð ástfangin af þessari íþrótt til að byrja með."
Athugasemdir


