Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   fös 19. desember 2025 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hürzeler og Howe vilja nýja leikmenn í janúar
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fabian Hürzeler og Eddie Howe, stjórar Brighton og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, viðurkenndu báðir á fréttamannafundum sínum í dag að þeir séu spenntir fyrir að fá nýja leikmenn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Hürzeler vill bæta gæðin í sóknarlínunni hjá Brighton á meðan Howe þarf sárlega á varnarmönnum að halda vegna mikilla meiðslavandræða.

„Ég er í stöðugum viðræðum við stjórnendur og þær eru jákvæðar. Við vitum hvar við þurfum að styrkja okkur en eigum eftir að taka lokaákvörðun um hvernig það verður framvkæmt," sagði Hürzeler meðal annars á fréttamannafundi fyrir leik Brighton gegn nýliðum Sunderland sem fer fram á morgun. Howe tók í svipaða strengi.

„Við verðum að taka réttar ákvarðanir. Við viljum ekki fá inn leikmenn til að fylla í skörð til skamms tíma ef það verður svo vandamál seinna meir þegar við erum með of marga leikmenn í sömu stöðu," sagði Howe meðal annars.

„Við verðum að vega og meta stöðuna í byrjun janúar. Þá munum við taka ákvörðun."

Brighton og Newcastle eru bæði partur af mjög þéttum pakka um miðja úrvalsdeild, með 23 og 22 stig eftir 16 umferðir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner
banner