Það fóru þrír leikir fram í dag hjá Íslendingaliðum en enginn Íslendingur var í byrjunarliði.
Danijel Dejan Djuric og Logi Hrafn Róbertsson sátu á bekknum er Istra 1961 lagði Varazdin að velli í efstu deild í Króatíu. Istra er í þriðja sæti með 26 stig eftir 17 umferðir.
Jón Dagur Þorsteinsson var að sama skapi ónotaður varamaður í dramatísku jafntefli hjá Hertha Berlin á heimavelli gegn Arminia Bielefeld í næstefstu deild í Þýskalandi.
Hertha er í 6. sæti með 28 stig eftir 17 umferðir, fimm stigum frá baráttunni um sæti í efstu deild.
Að lokum vann Anderlecht á útivelli gegn Westerlo í efstu deild í Belgíu og var Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ekki í leikmannahópinum.
Vigdís Lilja er að eiga gott tímabil í Belgíu og er eflaust að glíma við meiðsli eða veikindi.
Varazdin 1 - 3 Istra 1961
Hertha Berlin 1 - 1 Arminia Bielefeld
Westerlo 1 - 2 Anderlecht
Athugasemdir





