Bologna 1 - 1 Inter
0-1 Marcus Thuram ('2)
1-1 Riccardo Orsolini ('35, víti)
3-2 í vítaspyrnukeppni
0-1 Marcus Thuram ('2)
1-1 Riccardo Orsolini ('35, víti)
3-2 í vítaspyrnukeppni
Bologna og Inter áttust við í undanúrslitaleik ítalska ofurbikarsins í kvöld. Liðin mættust í Sádi-Arabíu og leit fyrsta markið dagsins ljós snemma leiks þegar Marcus Thuram skoraði eftir magnaðan undirbúning frá Alessandro Bastoni.
Miðvörðurinn framsækni vann boltann á vallarhelmingi andstæðinganna og óð framhjá þremur leikmönnum áður en hann gaf frábæra fyrirgjöf.
Það var nokkuð jafnt í fyrri hálfleik sem einkenndist af mikilli baráttu og tókst Riccardo Orsolini að jafna metin með marki úr vítaspyrnu á 35. mínútu. Yann Bisseck fékk boltann í hendi innan eigin vítateigs og skoraði Orsolini örugglega af punktinum.
Inter var sterkara liðið í síðari hálfleik en tókst ekki að skora framhjá Federico Ravaglia sem átti flottan leik, en aðallega voru það leikmenn Inter sem settu boltann framhjá rammanum.
Hvorugu liði tókst að bæta marki við í venjulegum leiktíma svo gripið var til vítakeppni. Þar skoruðu bæði lið úr sinni fyrstu spyrnu en svo brenndu fimm leikmenn í röð af.
Bastoni, Nicoló Barella og Ange-Yoan Bonny klúðruðu sínum spyrnum þar sem Ravaglia varði í tvígang á meðan Barella skaut yfir.
Í liði Bologna klúðruðu Nikola Moro og Juan Miranda áður en Jonathan Rowe og Ciro Immobile skoruðu úr sínum spyrnum til að tryggja sigur.
Bologna mætir Napoli í úrslitaleik ítalska ofurbikarsins.
Athugasemdir



