Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
   fös 19. desember 2025 12:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Umfjöllun
Mistök að endursemja ekki við Damir? - „Goðsögn í íslenskum fótbolta"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic átti góðan leik með Breiðabliki gegn Strasbourg í gær. Leikurinn var kveðjuleikur hans fyrir félagið en hann fékk ekki nýjan samning og hefur þegar samið við Grindavík fyrir næsta tímabil.

Í stöðunni 1- 1 í gær átti Damir frábæra tæklingu þegar Joaquin Panichelli, framherji Strasbourg, reyndi skot af stuttu færi. Damir kom líklega í veg fyrir mark með þeirri tæklingu. Heilt yfir leit þessi 35 ára miðvörður út fyrir að eiga nóg eftir.

Það mátti heyra á Damir í viðtölum í kringum leikinn að hann er ekki sáttur við að þurfa að leita annað á ferlinum.

Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari Breiðabliks, var spurður út í Damir eftir leikinn.

Er eitthvað í heilanum sem spyr hvort þið séuð að taka rétta ákvörðun með að framlengja ekki við hann?

„Já já, hann er búinn að vera frábær, síðustu leikir hafa verið mjög góðir, ekki bara hjá honum heldur Viktori (Erni Margeirssyni) líka og öllu liðinu varnarlega. Við óskum Damir velfarnaðar í næsta verkefni sem er Grindavík hjá honum, hann er búinn að vera frábær leikmaður fyrir Breiðablik. Við eigum eftir að sjá eftir honum," sagði Ólafur Ingi.

Damir er næstleikjahæsti leikmaður Breiðabliks, hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari og leikurinn í gær var 46. Evrópuleikur hans fyrir félagið.

Goðsögn hjá félaginu og rúmlega það
Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson fór fögrum orðum um Damir í viðtali eftir leikinn.

„Það er mikill söknuður en á sama tíma gerum við upp, allavega okkar góðu tíma, í kvöld og eitthvað fram eftir nótt. Það er bara respect og club legend og rúmlega það. Legend í íslenska boltanum, ekki spurning," sagði fyrirliðinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner