Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   fös 19. desember 2025 00:39
Brynjar Ingi Erluson
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic spilaði kveðjuleik sinn með Blikum í 3-1 tapinu gegn Strasbourg í Frakklandi í kvöld en þar með lauk þátttöku Blika í Sambandsdeildinni. Hann segist hafa upplifað miklar tilfinnningar á leikdegi og skaut þá aðeins á stjórnina varðandi framtíð hans.

Lestu um leikinn: Strasbourg 3 -  1 Breiðablik

Ekki er hægt að lýsa því í orðum hvaða þýðingu Damir hefur fyrir Blika enda þjónað liðinu af stakri prýði síðustu tólf ár og viðurkenndi Damir að dagurinn hafi verið tilfinningaríkur.

„Það var erfitt en að sama skapi geggjað. Þetta er geggjaður vellur og sturluð stemning á vellinum. Ég var ekki sáttur að tapa fótboltaleik en heilt yfir þokkalega ánægður. Við þurfum að átta okkur á því að þetta er hægt en þurfum að velja að gera betur í einhverjum mómentum og þroskast aðeins.“

„Það eru litlir hlutir sem þarf að laga fyrir framtíðina en það er alveg hægt að keppa við þessi lið.“

„Það var erfitt og margt í gangi í hausnum á mér fyrir leikinn. Ég hef verið þarna í tólf ár, held ég hafi komið í desember árið 2013 minnir mig. Það voru smá tilfinningar í þessu,“
sagði Damir.

Damir fékk ekki nýjan samning hjá Blikum og hefur samið við Grindavík, en hann skaut skotum á stjórnina sem valdi það að skoða aðra leikmenn í stöðuna hans.

„Spurðu þá sem stjórna klúbbnum, ekki mig. Þeir svara ef þeir vilja, en ég fékk þau skilaboð að þeir ætluðu að leita eitthvert annað og þeir gerðu það.“

Hann var sáttur með að geta mátað sig við sterka leikmenn Strasbourg og átti Damir eina laglega tæklingu til að bjarga marki, sem heppnaðist vel.

„Alltaf gott að gaman að máta sig við leikmenn sem eru miklu betri en ég, skal alveg viðurkenna það. Fljótari, sterkari og komnir lengra í fótbolta en ég sjálfur.“

„Ég hugsaði bara fokkit, annað hvort fæ ég rautt eða bjarga marki það var ekkert flóknara en það.“


Blikar geta gengið stoltir frá þessari keppni en núna tekur við nýtt ævintýri hjá Damir sem byrjar að æfa með Grindavík eftir áramót.

„Við getum gengið stoltir í burtu frá þessu. Drullu góð lið sem en einhvern veginn fáum við alltaf erfiðustu liðin í þessum riðlakeppnum. Stundum smá heppni með okkur og ef Höggi hefði skorað úr þessu víti á móti KuPS, helvítið af honum, þá hefðum við kannski komust áfram. Neinei.“

„Smá frí og svo fer ég bara að æfa með Grindavík eftir áramót. Þeir voru góðir við mig og gáfu mér nokkra daga frí í janúar aðeins að hvíla hausinn og svo bara fulla ferð áfram með þeim,“
sagði Damir í lokin.
Athugasemdir
banner
banner