Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
   fös 19. desember 2025 21:54
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Mallorca heppnir í Valencia
Mynd: EPA
Valencia 1 - 1 Mallorca
0-1 Samu Costa ('23)
1-1 Hugo Duro ('52)

Valencia tók á móti Mallorca í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild spænska boltans og lentu lærlingar Carlos Corberán undir á 23. mínútu.

Samu Costa skoraði og hélst staðan 0-1 til leikhlés. Heimamenn í Valencia voru afar bitlausir og hefur Corberán lesið sínum mönnum pistilinn því þeir mættu grimmir til leiks út í síðari hálfleikinn.

Valencia var talsvert sterkara liðið og jafnaði Hugo Duro snemma í síðari hálfleik. Heimamönnum tókst ekki að gera sigurmark þrátt fyrir yfirburðina svo lokatölur urðu 1-1.

Gestirnir frá Mallorca voru heppnir að sleppa með stig en bæði lið eru skammt fyrir ofan fallsvæðið. Mallorca er með 18 stig eftir 17 umferðir, tveimur stigum meira heldur en Valencia.
Athugasemdir
banner
banner