Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
banner
   fös 19. desember 2025 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Thiago Silva farinn frá Fluminense (Staðfest)
Thiago Silva með fyrirliðaband Fluminense.
Thiago Silva með fyrirliðaband Fluminense.
Mynd: EPA
Thiago Silva hefur staðfest fregnir síðustu daga sem sögðu hann vera að rifta samningi við brasilíska stórveldið Fluminense.

Þessi ótrúlega reynslumikli miðvörður ætlar að snúa aftur í Evrópuboltann í tilraun til að komast í brasilíska landsliðshópinn fyrir HM næsta sumar.

Það er nokkuð háleitt markmið fyrir Silva sem er 41 árs gamall, en Carlo Ancelotti landsliðsþjálfari gæti þó nýtt reynsluna hans frá fyrrum stórmótum.

Silva lék 113 landsleiki frá 2008 til 2022 og hefur verið lykilmaður í liði Fluminense í ár þrátt fyrir háan aldur. Hann hefur meðal annars verið orðaður við endurkomu til AC Milan á Ítalíu, þar sem hann lék frá 2009 til 2012.

Silva er þekktur fyrir að vera mikill leiðtogi og bar hann fyrirliðabönd allra þeirra félagsliða sem hann lék með í Evrópu. Hann var fyrirliði PSG í mörg ár og var í hlutverki varafyrirliða hjá Milan og Chelsea.



Athugasemdir
banner
banner