Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
   fös 19. desember 2025 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Funheitur Brandt gerði sigurmarkið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Dortmund 2 - 0 Gladbach
1-0 Julian Brandt ('10)
2-0 Maximilian Beier ('97)

Julian Brandt skoraði fyrsta markið í áhugaverðum slag hjá Borussia Dortmund gegn Borussia Mönchengladbach í eina leik kvöldsins í efstu deild þýska boltans.

Brandt skoraði á tíundu mínútu eftir fyrirgjöf frá varnarmanninum stæðilega Niklas Süle. Hann er funheitur þessa dagana og var þetta hans fjórða mark í þremur leikjum.

Leikurinn var afar tíðindalítill og litu heimamenn þægilega út með forystuna, án þess þó að skapa góð færi til að tvöfalda hana.

Bæði lið fengu eitthvað um hálffæri en það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem næsta mark leit dagsins ljós. Gestirnir frá Mönchengladbach lögðu allt í sóknina og var refsað með marki frá Maximilian Beier á 97. mínútu eftir undirbúning frá Fabio Silva. Lokatölur 2-0.

Dortmund er í öðru sæti í Bundesliga, með 32 stig eftir 15 umferðir. Liðið er sex stigum á eftir toppliði FC Bayern sem á leik til góða gegn fallbaráttuliði Heidenheim á sunnudag. Gladbach er í neðri hlutanum með 16 stig.

Þýski boltinn fer í vetrarfrí eftir helgina. Leikmenn snúa aftur til vallar aðra helgina í janúar.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 14 12 2 0 51 11 +40 38
2 Dortmund 15 9 5 1 25 12 +13 32
3 RB Leipzig 14 9 2 3 29 16 +13 29
4 Leverkusen 14 8 2 4 30 19 +11 26
5 Hoffenheim 14 8 2 4 29 20 +9 26
6 Stuttgart 14 8 1 5 25 22 +3 25
7 Eintracht Frankfurt 14 7 3 4 29 29 0 24
8 Union Berlin 14 5 3 6 19 23 -4 18
9 Freiburg 14 4 5 5 21 23 -2 17
10 Köln 14 4 4 6 22 23 -1 16
11 Gladbach 15 4 4 7 18 23 -5 16
12 Werder 14 4 4 6 18 28 -10 16
13 Wolfsburg 14 4 3 7 20 24 -4 15
14 Hamburger 14 4 3 7 15 24 -9 15
15 Augsburg 14 4 1 9 17 28 -11 13
16 St. Pauli 14 3 2 9 13 26 -13 11
17 Heidenheim 14 3 2 9 13 30 -17 11
18 Mainz 14 1 4 9 13 26 -13 7
Athugasemdir
banner
banner