KSÍ hefur greint frá því að Ísland mun leika vináttuandsleik við Skotland á Hampden Park í Glasgow þann 6. júní næstkomandi.
Fram kemur að unnið sé að staðfestingu annars vináttuleiks í sama glugga og verður hann tilkynntur eins fljótt og hægt er.
Ísland og Skotland hafa mæst sex sinnum áður í A-landsliðum karla og hafa Skotar unnið alla leikina. Seinustu viðureignir voru í undankeppni HM 2010 og vann skoska liðið þá 2-1 sigur í báðum leikjum.
Fram kemur að unnið sé að staðfestingu annars vináttuleiks í sama glugga og verður hann tilkynntur eins fljótt og hægt er.
Ísland og Skotland hafa mæst sex sinnum áður í A-landsliðum karla og hafa Skotar unnið alla leikina. Seinustu viðureignir voru í undankeppni HM 2010 og vann skoska liðið þá 2-1 sigur í báðum leikjum.
Arnar Gunnlaugsson var ráðinn nýr landsliðsþjálfari Íslands á dögunum en hann kom við í skoska boltanum á sínum leikmannaferli, lék með Dundee United 2002–2003.
Fyrstu landsleikir Íslands undir stjórn Arnars verða umspilsleikirnir gegn Kosóvó í mars þar sem leikið verður um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Ísland er svo í fjögurra liða riðli í undankeppni HM, sem hefst í haust, með sigurliðinu úr einvígi Frakklands og Króatíu í Þjóðadeildinni, Úkraínu og Aserbaídsjan.
Athugasemdir