Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 20. febrúar 2020 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta: Saka er ekki bakvörður - Leno bjargaði okkur
Mynd: Getty Images
Hinn 18 ára gamli Bukayo Saka hefur verið meðal bestu leikmanna Arsenal á tímabilinu. Hann er kantmaður að upplagi en hefur verið að leysa vinstri bakvarðarstöðuna vel af hólmi í fjarveru Kieran Tierney og Sead Kolasinac.

Saka lagði upp eina markið í 0-1 sigri Arsenal gegn Olympiakos fyrr í kvöld og var Mikel Arteta sáttur með ungstirnið að leikslokum.

„Saka er ekki bakvörður en hefur verið að spila ótrúlega vel. Hann er mjög hugrakkur og ég er virkilega ánægður með hans framlag að undanförnu," sagði Arteta eftir sigurinn og sneri sér svo að Bernd Leno í markinu.

„Leno bjargaði okkur þegar við þörfnuðumst hans í fyrri hálfleik. Við vorum að spila við lið sem er með hættulegar fyrirgjafir en hann gat ekki hjálpað vörninni þar. Við þjáðumst en héldum hreinu sem er mikilvægast."

Arteta hefði viljað sjá sína menn bæta öðru marki við en hrósaði þeim fyrir vinnuframlagið.

„Við komumst í góðar stöður og góð færi þar sem ég hefði búist við marki en við skoruðum ekki. Það er margt sem við þurfum að bæta, við erum ekki nógu góðir til að taka algjöra stjórn á leikjum en ég er mjög ánægður með vinnuframlagið. Að leikslokum voru þrír af okkar mönnum liggjandi í grasinu með sinadrátt."
Athugasemdir
banner
banner
banner