Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 20. febrúar 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Kæmi mjög á óvart ef Liverpool hefði mikinn áhuga á Cantwell"
Todd Cantwell.
Todd Cantwell.
Mynd: Getty Images
Fyrr í þessari viku sagði The Athletic frá því að áhugi Liverpool á Todd Cantwell, miðjumanni Norwich, hefði aukist. Steve McManaman, fyrrum leikmaður Liverpool, er ekki viss um að Cantwell sé nægilega góður fyrir Liverpool.

Cantwell er 21 árs gamall. Hann hefur skorað sex mörk og lagt upp tvö í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Manchester City, Tottenham og Manchester United hafa líka áhuga á Cantwell en Liverpool ku vera í bílstjórasætinu í baráttunni um hann. Talið er að Norwich vilji fá 30 milljónir punda fyrir kauða.

„Hann getur mögulega orðið nægilega góður í framtíðinni, en mér finnst hann ekki hafa gert nógu mikið núna til að spila á svo háu stigi," sagði McManaman í pistli sem hann skrifaði og Goal vitnar í.

„Það myndi koma mér mjög á óvart ef Liverpool hefði mikinn áhuga á honum. Við skulum hafa það í huga að Liverpool er með marga efnilega leikmenn í yngri liðum sínum."

Cantwell og félagar í Norwich hafa átt í vandræðum á þessu tímabili í ensku úrvalsdeildinni, eru í neðsta sæti sjö stigum frá öruggu sæti.
Athugasemdir
banner
banner