Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. febrúar 2021 09:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Andrea: Palli Gísla minn segir alltaf 'maður lifir bara einu sinni'
Páll Viðar Gíslason
Páll Viðar Gíslason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Jón Sigurðsson, Donni.
Halldór Jón Sigurðsson, Donni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Andrea Mist Pálsdóttir gekk í gær í raðir sænska félagsins Vaxjö frá FH. Andrea spjallaði við Fótbolta.net eftir að allt varð klappað og klárt. Andrea semur til tveggja ára við Vaxjö

Viðtalið við Andreu:
Upplifir drauminn um Svíþjóð - „Get ekki lýst þakklætinu með orðum"

Andrea var spurð við hverja hún hefði ráðfært sig áður en hún tók lokaákvörðun um hvort hún færi erlendis. Þá kom hún inn á þátt Páls Viðars Gíslasonar, sem lék með Þór, KA, Leiftri og Magna á sínum knattspyrnuferli og hefur þá þjálfað um árabil fyrir norðan, mest hjá Þórsurum. Palli er faðir Andreu.

„Ég er mjög lánsöm að eiga faðir sem hefur verið í fótboltanum í endalaust langan tíma. Hann spilaði sjálfur og stóð í samningamálum sjálfur. Ég hef mest rætt þetta við hann. Svo hef ég rætt þetta við Donna, fyrrverandi þjálfarann minn, hann hefur verið stór hluti af fótboltapælingum mínum, ég leita alveg til hans þegar ég er með einhverjar pælingar," sagði Andrea.

„Annars er þetta hann Palli Gísla minn númer eitt, tvö og þrjú sem veit nákvæmlega hvað ég vill og hvert mig langar að stefna. Hann nær einhvern veginn alltaf að koma inn á hvað sé rétt og rangt á hverjum tíma. Hann hendir alltaf í línuna: 'Maður lifir bara einu sinni og maður á að nýta hvert einasta tækifæri sem maður fær ef mann langar til þess'."

Kom upp eitthvað samtal við Steina landsliðsþjálfara núna á úrtaksæfingunum í vikunni um að þú værir að fara erlendis?

„Nei, þetta gerðist allt það hratt en ég ætlaði mér að taka gott spjall við hann í dag. Það gafst svo ekki tími, ég náði ekki að grípa í Steina en var búin að ræða stuttlega við Óla, ég býst við að það hafi farið áfram. Númer eitt, tvö og þrjú varðandi landsliðið þá snýst þetta um að sanna sig inn á vellinum, Steini fær núna nýtt lið úti til að fylgjast með," sagði Andrea í gær.


Viðtalið við Andreu:
Upplifir drauminn um Svíþjóð - „Get ekki lýst þakklætinu með orðum"
Athugasemdir
banner
banner