Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. febrúar 2021 20:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Klára færin betur og þá förum við að vinna leiki
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var svekktur eftir 0-2 tap gegn Everton á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Það gengur hvorki né rekur hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni þessa stundina. Liðið er búið að tapa fjórum heimaleikjum í röð og er í sjötta sæti með 40 stig eftir 25 leiki.

„Það er erfitt að taka þessu en við fengum á okkur mark snemma sem var algjör óþarfi. Við verðum að verjast betur. Við þurftum að elta leikinn og mér fannst við gera vel í að skapa færi en við náðum ekki að klára þær stöður sem við bjuggum til," sagði Klopp.

„Við gerðum ein mistök í fyrri hálfleik og þeir nýttu sér þau. Ég vil ekki mikið tala um það góða í dag því við töpuðum leiknum og við finnum virkilega fyrir því. Ég nota það á morgun í staðinn. Við verðum að klára færin betur og þá förum við að vinna leiki."

„Vítaspyrnan kom seint og skipti ekki miklu máli þannig að við þurfum ekki mikið að tala um hana," sagði Klopp við Sky Sports.

„Everton varðist djúpt á vellinum og með mikilli ástríðu en það komu augnablik þar sem menn voru fríir í teignum en náðu ekki að nýta það."

Um meiðsli Jordan Henderson sagði Klopp: „Þetta er ekki gott en svona er þetta. Við vitum meira á morgun."
Athugasemdir
banner