Þjálfarinn Sölvi var ekki ánægður þegar dæmd var aukaspyrna eftir sendinguna frá Davíð. Hann hefði viljað sjá veittan hagnað.
Panathinaikos marði Víking í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld. Víkingur leiddi 2-1 eftir fyrri leik liðanna en Panathinaikos vann 2-0 í kvöld og einvígið samtals 3-2. Sigurmarkið skoraði Tete á fimmtu mínútu uppbótartíma.
Eftir leikinn var umræða á Vodafone Sport þar sem Rikki G, Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Ingason fóru yfir leikinn. Þeim var tíðrætt um dómgæsluna í leiknum. Slóveninn Rade Obrenovic dæmdi leikinn. Flestir muna eftir því að Víkingar fengu á sig svekkjandi mark í fyrri leiknum þar sem gríska liðið fékk mjög ódýrt víti seint í leiknum, svo það er óhætt að segja að dómgæslan hafi verið umdeild í þessu einvígi.
Eftir leikinn var umræða á Vodafone Sport þar sem Rikki G, Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Ingason fóru yfir leikinn. Þeim var tíðrætt um dómgæsluna í leiknum. Slóveninn Rade Obrenovic dæmdi leikinn. Flestir muna eftir því að Víkingar fengu á sig svekkjandi mark í fyrri leiknum þar sem gríska liðið fékk mjög ódýrt víti seint í leiknum, svo það er óhætt að segja að dómgæslan hafi verið umdeild í þessu einvígi.
Lestu um leikinn: Panathinaikos 2 - 0 Víkingur R.
„Þetta er ofboðslega sárt, frammistaðan í 150 mínútur í einvíginu verulega góð, tapa þessu á sársaukafyllsta hátt mögulegan. Það er fullt tilefni fyrir Víkinga til að vera súrir með niðurstöðuna en stoltir með frammistöðuna ef við horfum á einvígið í heild," sagði Atli Viðar.
Þrjú atvik voru sérstaklega tekin fyrir í uppgjörinu; tvö atvik þegar Víkingar voru að sækja og svo var fyrra mark Panathinaikos í kvöld umdeilt.
Fyrsta atvikið átti sér stað á 16. mínútu þegar Davíð Örn Atlason átti sendingu inn fyrir á Valdimar Þór Ingimundarson sem var í mjög góðri stöðu inn á vítateig gríska liðsins. Dómari leiksins dæmdi þá aukaspyrnu því brotið var á Davíð í sendingunni, í stað þess að veita hagnað.
„Hann er kominn einn gegn markverði Valdimar. Þegar dómarinn horfir á leikinn eftir á á hann eflaust eftir að hugsa hvað hann hafi verið að spá," sagði Rikki.
„Ég efast ekki um að hann sjái það og hafi séð það manna fyrstur að hann hafi gert stór og gríðarlega ljót mistök. Það er svo erfitt að skilja þetta. Valdimar er sannarlega ekki rangstæður og er bara kominn einn á móti markmanni Grikkjanna. Þegar við sjáum atvikið úr einu sjónarhorninu þá sést að dómarinn horfir aldrei á stöðuna sem Valdimar kemst í, horfir bara á Davíð og lítur aldrei upp. Þetta er ótrúleg ákvörðun, dómgreindarleysi að klára ekki atvikið og sjá ekki hvað verður úr þessu, hrikalegt að sjá þetta," sagði Atli Viðar.
„Að dómarinn sé að gera þessi mistök á þessu stigi... þvílíkur jólasveinn. Maður myndi brjálast yfir þessu í Reykjavíkurmóti," sagði Albert Brynjar.
Annað atvikið átti sér stað á 40. mínútu þegar Valdimar komst í skotfæri inn á vítateig, Sverrir Ingi Ingason ýtti honum með annarri höndinni og Valdimar hitti ekki markið.
„Verum sanngjarnir. Ef það hefði verið dæmt víti á þetta hinu megin þá værum við brjálaðir hérna," sagði Rikki.
„Þetta snýst um klókindi, þarna er Valdimar of heiðarlegur. Hann reynir að taka skotið en er í engu jafnvægi til þess. Þetta er mjög erfitt færi þar sem það er ýtt í bakið á honum. Ef hann sleppir þessari tilraun og lætur sig bara detta, við erum VARsjá, þetta hefur mikil áhrif á færið og þetta er bara víti," sagði Albert.
Þriðja atvikið átti sér svo stað á 70. mínútu. Vinstri bakvörðurinn Filip Mladenovic skoraði þá draumamark með hægri fótar skoti vinstra megin úr teignum, boltinn söng í fjærhorninu. Ingvar jónsson í marki Víkinga gat ekki séð boltann allan tímann því Fitis Ioannidis var í sjónlínunni. Ingvar baðaði út höndum en markið fékk að standa.
„Ingvar bendir strax dómaranum á að það var einhver að blokkera hann. Hann sér ekki boltann allan tímann, fyrirliðinn hefur klárlega áhrif á hann. Mér finnst þetta áhrif, Ingvar bendir strax á þetta, sér boltann seint af því hann er að reyna kíkja framhjá honum," sagði Albert.
„Víkingar skapa ekki nógu mikil læti til þess að þetta sé almennilega skoðað," sagði Atli Viðar.
Athugasemdir